[Ályktun] Jafnrétti kynjanna er grunnforsenda í þróunarmálum

Á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október vilja Ungir jafnaðarmenn ítreka þær skyldur sem Ísland ber á alþjóðavettvangi.

Á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október vilja Ungir jafnaðarmenn ítreka þær skyldur sem Ísland ber á alþjóðavettvangi.

Meðal þess sem Ísland hefur skuldbundið sig til, er að vinna að hinum metnaðarfullu Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í þróunarmálum, sem sett voru árið 2000 og eiga að hafa náðst fyrir 2015. Nú þegar tímabilið er hálfnað, eiga ríki heims langt í land með að hafa uppfyllt þau loforð sem í Þúsaldarmarkmiðunum felast og staðreyndin er að meirihluti almennings hefur jafnvel enga hugmynd um hver þessi markmið eru. Ungir jafnaðarmenn vonast því eftir frekari umræðu um Þúsaldarmarkmiðin innanlands, en ekki síður markvissum aðgerðum stjórnvalda í því skyni að uppfylla gefin loforð við þróunarlönd.

Í Þúsaldarmarkmiðunum er jafnrétti kynjanna eitt ríkjandi sjónarmiða. Þrjú af átta markmiðum snerta stöðu kvenna berum orðum og í einu þeirra segir beinlínis að auka skuli almenn réttindi kvenna. Ungir jafnaðarmenn gera þessi orð að sínum og árétta að jafnrétti kynjanna er grunnforsenda í þróunarmálum. Þess vegna er það mikið ánægjuefni að utanríkisráðherra skuli beita sér samkvæmt þeirri forsendu, nú síðast á vettvangi Alþjóðabankans um síðustu helgi. Ungir jafnaðarmenn leggja ríka áherslu á að Ísland verði einarður talsmaður jafnréttis kynjanna og skapi sér að því leyti sérstöðu á alþjóðavettvangi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand