Áfengið í búðir

,,Svona í fyrsta lagi er ekki verið að auka beint frjálsræðið á þessum markaði, heldur er verið fremur að flytja verkefni frá ríkinu og til einkaaðila. Eina frjálsræðið er í raun það að aðrir megi selja vöruna.“ segir Valgeir Helgi Bergþórsson stjórnarmaður í Ungum Jafnaðarmönnum. Margir þingmenn og þingkonur hafa nú sett frumvarp fram um það að einkaaðilar megi núna fara að selja áfengi. Þeir sem ekki hafa orðið varir við umræðuna varðandi þetta mál, þá er fínt að kynna ykkur aðeins fyrir því sem fram kemur í frumvarpinu.

Í frumvarpinu er lagt til að einkaaðilar fái að selja áfengi í matvörubúðum og kjörbúðum. Þó ekki allt áfengi, því að sterkt áfengi eins og vodki, víski o.fl., yrði áfam hjá ÁTVR. Í raun myndu einkaaðilar fá að selja allt áfengi upp að 22% í styrkleika, s.s. bjór, rautt og hvítt vín yrðu færð til þeirra. En það yrði þó ekki alveg gefið frjálst, því að skilyrði er fyrir því að seljendur áfengisins verði að lágmarki tvítugt, sem er tveimur árum hærra en aldurinn til að afgreiða áfengi á skemmtistað, einnig til að afgreiða tóbak.

Þessu hefur verið náttúrlega verið harðlega mótmælt af öllum þeim samtökum sem bindast böndum gegn því að berjast gegn hverri þeirri óreglu sem þeir telja að fylgi misnotkun á áfengi. En þó hefur þeim hópi verið mætt af þeim hópi sem vill auka frjálsræði einstaklings í því að leyfa honum að ákveða hvað hann telur sé gott fyrir sig, og sinn líkama. Sem sagt hafa menn og hópar ekki verið samstíga í þessu máli.

Ein af helstu rökunum sem menn hafa sett gegn þessu er að með þessu aukna frjálsræði þá eigi eftir að aukast neyslan, þar sem áfengið verður mun aðgengilegra enn fyrr. Hægt sé að sjá dæmi um það í öllum löndum í kringum okkur sem við viljum telja okkur til skyldleika, einnig hafa menn bent á það að rannsóknir í þessum löndum segja að aukin neysla og aukin óregla hafi haldist í hendur við aukið frjálsræði í meðferð áfengis.

En eigum við að líta aðeins á galla í þessum málflutningi? Svona í fyrsta lagi er ekki verið að auka beint frjálsræðið á þessum markaði, heldur er verið fremur að flytja verkefni frá ríkinu og til einkaaðila. Eina frjálsræðið er í raun það að aðrir megi selja vöruna.

Í öðru lagi varðandi galla á þessari kenningu er að þetta er vara sem hefur verið lögleg að mörgu leyti í áratugi, bjórinn bættist aftur við í hópinn árið 1989.

Í þriðja lagi er ekki verið að tala um að lækka álögur á áfenginu, svo að ekki er verið að berjast fyrir lækkun á verðinu, þó að vissulega gæti einhver samkeppni ollið því að hagnaðarálögur lækki, s.s. að ekki verði eins mikill gróði í hverri flösku, eða þess háttar. Einnig verður ólöglegt að selja áfengið undir kostnaðarverði.

Í þriðja lagi er þess vert að nefna að þegar verið er að tala um að tala um að nú fylgi það þessu veigum að þeir verði auðveldari í aðgengi og það eitt og sér muni auka meiri neyslu á þeim. En eigum við að opna aðeins augun og líta því í kringum okkur? Af hverju segi ég það? Jú, því það er mjög einfalt ef maður lítur á ástandið í kringum sig. Sem dæmi um það má nefna að vínbúðirnar sem eru í öllum helstu verslunarkjörnum og – þyrpingum á landinu, t.d. Kringlan, Fjörðurinn, Hólabraut á Akureyri, Aðalstræði á Ísafirði. En ef það dugar ekki að nefna það, þá má náttúrlega nefna það að margar Vínbúðir eru reknar samhliða annarri verslun nú þegar, t.d. útsölustöðum fyrir bensín, blómavöru og matvöruverslunum, svo dæmi séu tekin. En er það ekki einmitt sem þetta frumvarp gengur út á? Jú, því að meira segja er í þessu frumvarpi að ekki megi búðir sem sveitastjórnir ákveði séu ekki til hæfi til að selja áfengið. M.ö.o. þá gætum við séð frammá það að búðir sem eru ekki vel staðsettar upp á nálægð við skóla, eða eitthvað þess hátar. Sem sagt valdið um hvar útsölustaðir eru færast frá því að vera í höndum forstjóra ÁTVR, yfir í hendur sveitastjórna.

Í fjórða lagi er vert að nefna þann part sem er mjög áhugaverður í allri þessari umræðu og það er hversu mikið hreint áfengi hver einstaklingur drekkur á hverju ári skv. tölum frá Landlækni og SÁÁ. En í þessum tölum erum við að drekka undir meðaltali á við margar þjóðir í kringum okkur. Þó hefur alltaf verið láðst að taka inní þessar tölur, og hneyksluninni varðandi hversu háar þær eru, þegar talsverð aukning hefur orðið á því hversu margir ferðamenn koma til landsins, og hversu mikið meiri velta hefur orðið vegna þess í áfengissölu, eins og öllum öðrum greinum sem sinna þjónustu við ferðamannaiðnaðinn.

Og svona að lokum langar mér að benda ykkur á skemmtilegan punkt varðandi þessa umræðu. Pælum í þessu frá umhverfissjónarmiðum og minnkun umferðar á götunum, með því að gera það mögulegt fyrir einstaklinga að minnka skutlið sitt, og minnka notkunina á bílnum með því að ná í þetta í einni ferð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið