Aðalfundur UJR 2007

Aðalfundur UJR verður haldinn nk. laugardag. Meðal fundargesta verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson. Fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson. Við minnum á aðalfund Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík (UJR) sem haldinn verður næstkomandi laugardag, 10. mars 2007, kl. 16:00 í húsnæði Samfylkingarinnar á Halllveigarstíg 1, eins og áður hefur verið auglýst.

Fundargestir eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson, oddvitar lista Samfylkingarinnar í Reykjavík til Alþingiskosninga. Fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson, oddviti borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar.

Búast má við skemmtilegum erindum og líflegum umræðum. Allir sem áhuga hafa á stjórnmálaumræðu og vilja kynna sér starf UJR eru hvattir til að mæta.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Afhending fundargagna
  2. Setning aðalfundar.
  3. Ræða fundargesta.
  4. Kosning starfsmanna aðalfundar: forseta, fundarritara.
  5. Framlagning ársskýrslu.
  6. Framlagning ársreikninga.
  7. Lagabreytingar.
  8. Kosning í embætti.
  9. Afgreiðsla ályktana og almennar stjórnmálaumræður.
  10. Önnur mál.
  11. Fundarslit.

Stjórn hefur borist lagabreytingatillögur sem finna má á núverandi heimsíðu UJR

Allir eru hvattir til að taka daginn frá því kl.20 um kvöldið verður haldið upp á afmæli Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar við Túngötu 14 í Reykjavík (þar sem kanadíska sendiráðið er til húsa).

Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið