[Ályktun] Atvinnu- og menntamál á landsbyggðinni

Mikilvægt er að styðja við nám á landsbyggðinni. Það að geta menntað sig í sinni heimabyggð gerir það að verkum að fólk getur frekar búið þar.

Undanfarin ár hefur flótti frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins verið mikill. Menntað fólk utan af landi sækir frekar í búsetu á höfuðborgarsvæðinu þar sem oft getur reynst erfitt að finna atvinnu við hæfi á landsbyggðinni. Við teljum mikilvægt að spornað sé við þessu, til dæmis með því að ríkið móti stefnu um vistun nýrra ríkisstarfa á landsbyggðinni.

Mikilvægt er að styðja við nám á landsbyggðinni. Það að geta menntað sig í sinni heimabyggð gerir það að verkum að fólk getur frekar búið þar. Tækifærin hefur hins vegar skort til að stunda þá vinnu eða menntun sem fólk hefur áhuga á. Því telur UJ mikilvægt að styðja við bakið á Háskólanum á Akureyri sem og öðrum menntastofnunum á landsbyggðinni. Til að mynda það starf sem Háskólinn á Akureyri hefur unnið hefur gert mjög mikið fyrir samfélagið á Akureyri og Norðurlandi öllu. Þá teljum við að efla þurfi möguleika á fjarkennslu, til dæmis með því að koma upp öflugum fjarkennslumiðstöðvum á Egilsstöðum og Ísafirði.

Mikil þörf er á eflingu atvinnu á landsbyggðinni. Rétt er að horfa til hagrænna hvata sem ýta undir nýsköpunariðnað og stofnun sprotafyrirtækja á landsbyggðinni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn að styðja eigi við bakið á fyrirtækjum sem vilja byggja upp starfsemi á landsbyggðinni.

Ferðaþjónusta er einn af stóru vaxtabroddunum á landsbyggðinni. Öflugt atvinnulíf og vöxtur í ferðaþjónustu haldast hönd í hönd. Við teljum mikilvægt að ráðist verði í lengingu Akureyrarflugvallar. Með þeim framkvæmdum getur hann starfað sem millilandaflugvöllur. Þannig gætu Akureyri, Egilstaðir og Seyðisfjörður verið miðstöðvar fyrir komu ferðamanna á landsbyggðinni. Þá er mikilvægt að efla samgöngur um landið. Það er ótrúlegt til þess að vita að árið 2006 sé enn fjöldi einbreiðra brúa á þjóðvegi eitt. Af þeim stendur mikil slysahætta.

Ungir jafnaðarmenn eru víðsýnt félag sem gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að landið sé í byggð. Ungir jafnaðarmenn eru fylgjandi jöfnuði, óháð kynferði, kynhneigð, litarhætti eða búsetu. Því er mikilvægt að fólk sem kýs að búa úti á landi fái sömu tækifæri og aðrir landsmenn.

– Samþykkt á landsþingi Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand