[Ályktun] Aðgerðir í húsnæðismálum

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem ríkir nú á húsnæðismarkaðnum eftir nýjustu vaxtahækkanir bankanna. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem ríkir nú á húsnæðismarkaðnum eftir nýjustu vaxtahækkanir bankanna. Staðan nú er enn fjandsamlegri en áður gagnvart ungu fólki sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið og í raun orðið erfitt að sjá hvernig eignalítið ungt fólk á yfir höfuð að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkaðinn. Hátt fasteignaverð, háir vextir og himinhá húsaleiga eru allt þættir sem leggja stein í götu þess fólks. Ungir jafnaðarmenn harma það að afleiðingar hagstjórnarmistaka fyrri ríkisstjórnar skuli nú leggjast þyngst á herðar þess fólks sem minnst má við því og treysta því að núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks grípi til tafarlausra aðgerða í þessum efnum og rétti af hið ósanngjarna hlutskipti ungs fólks.

Að lokum gagnrýna Ungir jafnaðarmenn harðlega þá ákvörðun ákveðinna banka að banna íbúðarkaupendum að yfirtaka eldri lán á hagstæðari vöxtum og hvetja þá ásamt öðrum lánastofnunum sem gætu verið að hugsa í sömu átt, til að sjá að sér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið