[Ályktun] Skora á íslenska lækna að veita almenningi fullan aðgang að upplýsingum um boðsferðir og skora á framsóknarmenn að krefja Jón Kristjánsson svara

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, skora á íslenska lækna og samtök þeirra að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar séu á kostnað lyfjafyrirtækja. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, skora á íslenska lækna og samtök þeirra að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar séu á kostnað lyfjafyrirtækja.

Þau viðbrögð læknafélags Íslands, að leita lögfræðiálits í kjölfar fyrirspurnar Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttir alþingismanns um fjölda slíkra boðsferða, verða að teljast nokkuð sérkennileg. Það er til þess fallið að vekja tortryggni að læknafélagið skuli ákveða að letja félagsmenn sína til að veita landlæknisembættinu þær upplýsingar sem það biður um.

Ungir jafnaðarmenn hafa undir höndum upplýsingar um að alvanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hópferðir íslenskra lækna til útlanda. Starfsmaðurinn er þá nokkurs konar fararstjóri í ferðinni og sér hann um að greiða “allt” fyrir læknanna á meðan á ferðinni stendur. Gisting á fimm stjörnu hótelum, kvöldverðir og vínföng á fínum veitingahúsum og önnur skemmtan sé þá jafnan greidd með fyrirtækjakorti lyfjaheildsalans og segja heimildirmenn Ungra jafnaðarmanna að kostnaður við hverja slíka ferð geti hlaupið á milljónum króna.

Ungir jafnaðarmenn vona að allir geti verið sammála um nauðsyn þess að þessar upplýsingar séu dregnar fram í dagsljósið. Það er nauðsynlegt að taka af allan vafa um hvort fjármögnun einkafyrirtæka á þessum ferðum gangi gegn hagsmunum almennings um öfluga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu.

Í Svíþjóð og ýmsum fleiri löndum eru stjórnvöld byrjuð að taka hart á þessari kynningarstarfsemi gagnvart læknum með lagasetningu og jafnvel ákærum. Afhverju ættu önnur lögmál að gilda hér?

Ungir jafnaðarmenn skora á framsóknarmenn að nota tækifærið á flokksþinginu núna um helgina til að spyrja Jón Kristjánsson hvað hann hyggist gera til að auka gegnsæi gagnvart þessum boðsferðum. Öllum má vera ljóst að hagsmunir lyfjafyrirtækja og hagsmunir neytenda heilbrigðisþjónustu fara alls ekki alltaf saman. Það hlýtur því að koma til greina að heilbrigðisyfirvöld banni hreinlega þessa óljósu greiðasemi lyfjafyrirtækja við íslenska lækna.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand