Alvarleg vanræksla ríkisstjórnarinnar við BUGL – Félag UJ á Seltjarnarnesi stofnað

Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi telur vanrækslu ríkisstjórnarinnar við börn með geðraskanir fullkomlega ólíðandi. 170 börn bíða nú eftir plássi hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er
meðalbiðtíminn um eitt og hálft ár. Á fundinum var Helga Tryggvadóttir kjörin formaður félagsins. Nýtt aðildarfélag Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, var stofnað í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi þriðjudagskvöldið 24. apríl.

Félagið ber nafnið Ungir jafnaðarmenn á Seltjarnarnesi (skammstafað UJSEL) og er vettvangur ungs Samfylkingarfólks á Seltjarnarnesi til að koma hugsjónum sínum á framfæri og berjast fyrir jöfnuði og frelsi.

Nýkjörinn formaður félagsins er Helga Tryggvadóttir læknanemi. Auk hennar sitja 7 ungir Seltirningar í stjórn félagsins:

Halla Tryggvadóttir
Halldór Hrafn Gíslason
Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Sonja Bergmann
Steindór Grétar Jónsson
Vilborg Ása Dýradóttir
Þorleifur Örn Gunnarsson

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, var fundarstjóri á fundinum og ávarpaði Katrín Júlíusdóttir þingkona fundinn.

Í stofnfundarályktun félagsins er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir vanrækslu við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Myndir frá stofnfundum má sjá hér.

———

Alvarleg vanræksla ríkisstjórnarinnar við BUGL

Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi telur vanrækslu ríkisstjórnarinnar við börn með geðraskanir fullkomlega ólíðandi. 170 börn bíða nú eftir plássi hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er meðalbiðtíminn um eitt og hálft ár.

Samfylkingin vill eyða biðlistum á BUGL hið snarasta. Þetta kemur fram í sérstakri barnastefnu flokksins, Unga Íslandi. Ungir jafnaðarmenn á Seltjarnarnesi hvetja ungt fólk, og þá sérstaklega Seltirninga, til að styðja Samfylkinguna í baráttunni fyrir nægum plássum á BUGL fyrir börn sem eru hjálpar þurfi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand