Allir hafa það gott á Íslandi!

Sveinn Arnarsson segir að íslensk þjóðfélag hafi breyst mikið áseinustu tólf árum. Stjórnarliðar horfa á þá staðreynd og nota fræðileg hugtök eins og hagvöxtur og gjaldeyristekjur til að gera talið fágaðra. Hins vegar verðum við að átta okkur á því að örfáir einstaklingar hafa safnað gríðarlega miklum fjármunum upp á síðkastið. Auðsöfnunin hefur ekki verið jöfn á alla þegna ríkisins. Þeir ríku á Íslandi eru að verða ríkari og ríkari á meðan þeir fátæku verða fátækari og fátækari. Hverjar einustu tölur sem skoðaðar eru sýna þessa mynd.

Ég hef borið það í maganum upp á síðkastið, og verið að velta því fyrir mér, hvort stjórnarflokkarnir hafi ekki bara verið að gera gott starf seinustu tólf ár. Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju fólk sé í stjórnarandstöðu og að berja hausnum við steininn þegar allir hafa það gott, velmegunin er að rifna af öllum og offita=velmegun, tröllríður skólabörnum í dag. Eru Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð ekki á villigötum? Sjá ekki allir að við höfum það gott á Íslandi, næg vinna í boði og ríkissjóður rekinn með miklum hagnaði. Góðærið er mikið á Íslandi.

Gísli Marteinn Baldursson sagði í Silfri Egils á sunnudaginn var að Íslendingar hefðu það bara mjög gott. En er það svo? Er góðærið mikið á Íslandi? Höfum við það gott? Um 30.000 manns lifa á undir 110.000 þúsund krónum á mánuði. Margir þessara einstaklinga hafa unnið allt sitt líf og eru komnir á ellilífeyri, eða þeir séu öryrkjar og óvinnufærir sökum heilsubrests. Þessir einstaklingar berjast í bökkum við að ná endum saman og leyfa sér ekki þann munað sem talinn er eðlilegur í nútímaþjóðfélagi. Ég væri til í að sjá Gísla Martein reyna að telja fátækum einstaklingi að allir hefðu það svo gott á Íslandi.

Á seinustu tólf árum hefur íslenskt þjóðfélag breyst mjög mikið og fjármagn hefur hér aukist gríðarlega. Stjórnarliðar horfa á þá staðreynd og nota fræðileg hugtök eins og hagvöxtur og gjaldeyristekjur til að gera talið fágaðra. Hins vegar verðum við að átta okkur á því að örfáir einstaklingar hafa safnað gríðarlega miklum fjármunum upp á síðkastið. Auðsöfnunin hefur ekki verið jöfn á alla þegna ríkisins. Þeir ríku á Íslandi eru að verða ríkari og ríkari á meðan þeir fátæku verða fátækari og fátækari. Hverjar einustu tölur sem skoðaðar eru sýna þessa mynd. En hverjum er um að kenna?

Frá því þessi stjórn íhalds og framsóknar tók við hefur skattastefnan breyst mikið. Hún hefur breyst í þá átt að þeim ríkari er hampað á kostnað þeirra fátæku. Fyrir mitt jafnaðarmannahjarta tel ég þetta vera óheillaspor. Ójöfnuðrinn eykst hratt.

A-hluti ríkissjóðs var rekinn með 110.000.000.000 króna afgangi. 60 milljarðar af þessari tölu er sala Símans. Nú verður íslensk alþýða að passa sig og láta ekki glepjast. Því trúið mér því að hluta af hinum 50 milljörðunum verður spanderað í ,,jafnaðarmannamálin” til að halda öllum góðum fyrir kosningar. Íhaldið og framsókn mun gera sig hægri bleika á nýjan leik. Nú skulum við bara standa vörð um hag okkar og skipta um í stjórnarráðinu 12. maí árið 2007.

Greinin birtist sl. föstudag á vefriti Ungra jafnaðarmanna á Akureyri – UJA.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand