Aldís Mjöll Geirsdóttir kjörin forseti Ungmennaráðs Norðurlandaráðs

Í dag fór fram árlegt þing Ungdommens Nordiska råd eða Ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) þar sem Aldís Mjöll Geirsdóttir, alþjóðafulltrúi Ungra Jafnaðarmanna (UJ), var kjörin forseti ráðsins fyrir starfsárið 2020-2021. Þetta er í annað skipti sem íslenskur fulltrúi gegnir þessari stöðu og er Aldís fyrst kvenna til að gegna stöðunni fyrir hönd íslensks ungmennafélags. Síðasti fulltrúinn sem gegndi stöðunni fyrir hönd Íslands var Andrés Jónsson og gegndi hann stöðunni árið 2005. 

UNR er samnorrænn vettvangur þar sem ungt fólk frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum kemur saman og hefur áhrif á ákvarðanir Norðurlandaráðs, sameiginlegs vettvangs þingmanna á Norðurlöndunum. UNR gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að veita ungu fólki rödd í heimi stjórnmálanna enda setur ráðið lykilmál sem varða ungt fólk á Norðurlöndunum á dagskrá. UNR hefur sem dæmi unnið að eflingu norræns samstarfs á sviði loftslags- og umhverfismála. 

Texti úr ræðu Aldísar:

„Mikilvægi öflugs samstarfs á milli Norðurlandanna er óumdeilt og öll aðkoma mín að slíku áður hefur veitt mér mikinn innblástur og hvatningu. Við þurfum að styrkja rödd UNR og nýta þennan mikilvæga vettvang okkur til framdráttar. Við verðum að sjá til þess að ungt fólk sé ekki skilið útundan og að við höfum sterka rödd í öllum málum. Í miðjum heimsfaraldri og loftslagsvá verðum við að standa vörð um réttindi og hagsmuni ungs fólks og tryggja að þau gleymist ekki í aðgerðum ríkisstjórna okkar. Samstaða er því mikilvægari en nokkru sinni fyrr á þeim tímum sem við upplifum nú, til að takast á við þessar stærstu áskoranir okkar tíma. Saman getum við barist fyrir betri og réttlátari heimi!“

Þingið sem átti að fara fram í Reykjavík fór fram í gegnum fjarfundarbúnað þann 24. október 2020 vegna heimsfaraldurs COVID-19.  

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand