Alþingi óskað til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn.

Það er því miður ekki þannig að Alþingi íslendinga skari oft framúr en því miður er málþófs-Norðurlandatitillinn kominn í hús.

Það er því miður ekki þannig að Alþingi íslendinga skari oft framúr en því miður er málþófs-Norðurlandatitillinn kominn í hús. Málþófið hefur gengið fram að mér og þeim sem með Alþingi fylgjast og er síst hvatning til að fylgjast með störfum þess. Íslendingar eru að ganga í gegnum verstu kreppu síðari ára og Alþingismenn sjá ekki sóma sinn í því að snúa bökum saman og vinna að því að ná okkur út úr þessu. Þeir kjósa að hugsa frekar um eigin frama og eigið skinn frekar en að gera það sem er þjóðinni fyrir bestu.

Umræðuhefðin á Alþingi er til algjörrar skammar. 11% traust á alþingi er skiljanlegt þegar fólk kallar hvort annað illum nöfnum úr pontu, í viðtölum og skrifum. Þrátt fyrir að 30 nýir þingmenn hafi komið inn á Alþingi við síðustu kosningar hefur það því miður ekki skánað. Þeir þingmenn sem komu nýir inn virðast hafa komið sér ansi vel fyrir í skotgröfunum með þeim sem eldri eru og ekkert á leiðinni þaðan. En það er enn von og biðla ég til alla þingmanna að styðja hvort annað upp úr skotgröfunum og inn á völlin með sáttarhönd og bros á vör.

Þingsalurinn er andlit Alþingis út á við, ég ætla að biðja Alþingi og þingmenn allra flokka að taka sig til í andlitinu og reyna að brosa til þjóðarinnar út þetta kjörtímabil. Við eigum það öll skilið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand