Landsþing Ungra jafnaðarmanna sett – Gegn fordómum og hatri

Guðrún Jóna Jónsdóttir setti landsþing UJ í húsnæði BSRB við Grettisgötu rétt fyrir kl.18:00 í dag.

Guðrún Jóna Jónsdóttir setti landsþing UJ í húsnæði BSRB við Grettisgötu rétt fyrir kl.18:00 í dag. Setningarræða Guðrúnar Jónu tók á hroðaverkunum sem framin voru í Útey í sumar, fundurinn minntist þeirra sem féllu í Útey með einnar mínútu þögn. Guðrún Jóna hvatti ungt fólk til að mæta hatri og fordómum með auknum baráttuhug:

,, Ég lít á það sem hlutverk okkar, ungra jafnaðarmanna að dreifa út boðskapinn um opið og réttlátt samfélag fyrir alla. við þurfum að standa upp úr sófanum og standa saman gegn hverskonar ofbeldi, ofbeldinu sem felast í fordómum, ofbeldinu sem felast í hverskonar útskúfun við eigum að ræða opinberlega þær hættur og neikvæðu öfl sem fylgja þeim stefnum sem ganga út á öfga þjóðernishyggju já þeirri hugmyndafræði sem gengur út á að ala á hatri í garð annarra.

Hugmyndafræði öfgaþjóðernishyggju og öfga hægristefnu hefur á síðustu árum verið að sækja í sig veðrið, skaði slíkrar stefnu á samfélagið er öllum þeim sem vilja sjá augljós.

Því er barátta okkar gegn fordómum og hatrinu er nauðsynleg – Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gera okkur grein fyrir að það gerir þetta engin fyrir okkur, við verðum sjálf að sýna gott fordæmi og rísa upp í hvert skipti sem þessi mál ber á góma og sama gegn hvaða einstaklingum eða hópum hún beinist.“

Guðrún Jóna gagnrýndi þá störf ríkisstjórnarinnar og áherslu stjórnarflokkanna á málefni ungs fólks:

,, Að mínu mati verður ríkisstjórnin nú að fara að beina sjónum sínum að ungu fólki sem er að berjast við atvinnuleysi, háar skuldir, höft, neikvæðni, vöntun af hentugu húsnæði, lélegt almenningssamgöngukerfi, skerðing á fæðingarorlofi. og ég gæti talið áfram – Nú treysti ég á minn flokk til að gera eitthvað í þessum málum. “

Guðrún Jóna setti þingið með baráttuorðum:

,, Kæru vinir – krafturinn sem býr í okkur er stórkostlegur og getur orðið til þess að við breytum heiminum en til þess þurfum við að virkja hann. Við þurfum að líta á það sem okkar ábyrgð að breyta heiminum.“

Landsþing UJ stendur frá föstudegi til laugardags og er öllum opið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand