AIDS: Dýrkeypt smokkaandstaða Vatíkansins

Andstaða Vatíkansins við útbreiðslu getnaðarvarna hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Samkvæmt stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn alnæmi(UNAIDS)smituðust 3.500.000 manna af HIV í Afríku í fyrra. Í óskiljanlegri tilkynningu fyrr á þessu ári hélt kaþólska kirkjan því fram að það væru smokkarnir sem dreifðu veirunni. Það er svona gróf fölsun upplýsinga sem veldur því að fátækt og ómenntað fólk smitast af HIV-veirunni – og deyr. Svartur blettur á hvítum kuflum
Pólitískur áróður Kaþólsku kirkjunnar gegn getnaðarvörnum í löndum þar sem stór hluti þjóðarinnar er að deyja úr alnæmi er svartur blettur á þessari stofnun. Fornaldarleg pólitík Vatíkansins í þessum efnum er í mótsögn við það góða starf sem það vinnur t.d. við útbreiðslu friðarboðskapar og nánungakærleiks. Í dag eru 42 milljónir manna HIV-smitaðar. 30 milljónir af þeim búa í suðurhluta Afríku. Þrátt fyrir þetta fara 90% heildarframlaga til baráttunnar gegn alnæmi til ríkustu þjóða heims. Afstaða kaþólsku kirkjunnar gerir forvarnarstarfið í þessum löndum enn erfiðara.

Segja smokkana valda smiti
Andstaða Vatíkansins við útbreiðslu getnaðarvarna hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Samkvæmt stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn alnæmi(UNAIDS)smituðust 3.500.000 manna af HIV í Afríku í fyrra. Í óskiljanlegri tilkynningu fyrr á þessu ári hélt kaþólska kirkjan því fram að það væru smokkarnir sem dreifðu veirunni. Það er svona gróf fölsun upplýsinga sem veldur því að fátækt og ómenntað fólk smitast af HIV-veirunni – og deyr.

Vatíkanið rekur skaðlega pólitík víða um heim
Á Filipseyjum hefur kaþólska kirkjan barist hatrammlega gegn notkun smokka. Afleiðingin hefur verið takmarkaðari aðgangur almennings í landinu að smokkum.

Árið 2001 stöðvaði kaþólska kirkjan lýðheilsuátak í Zambíu, þar sem almenningur var hvattur til að nota smokka til að hindra HIV-smit. Ríkisstjórn Zambíu hefur í kjölfarið breytt um stefnu og hvetur í staðinn fólk til skírlífis.

Því færri sem nota smokka, því fleiri HIV-smit og því fleiri sem deyja að óþörfu.

Sitja Íslendingar hjá?
Þetta er raunveruleiki sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Við verðum að berjast gegn þeim mannréttindabrotum sem felast í ónauðsynlegum dauðdaga milljóna saklausra manneskja af völdum alnæmis. Við verðum jafnframt að berjast gegn þeim sem með gjörðum sínum og yfirlýsingum hindra að hægt sé að koma þessu saklausa fólki til hjálpar. Smokkar eru öflugasta baráttutækið gegn útbreiðslu alnæmis.

Vatíkanið verður kallað til ábyrgðar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand