Siðmennað lýðræði

Margir alþingismenn telja afar mikilvægt fyrir lýðræði í landinu að upplýsingar um hverjir séu eigendur fjölmiðla séu fyrir opnum tjöldum. Í þeim hópi sem hafa opinberlega talað fyrir slíku eru fjölmargir þingmenn sjálfstæðisflokks. Eina sem kemur í veg fyrir að maður trúi málflutningi þeirra er að þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokka og upplýsingagjöf varðandi þau til almennings, þá bera þeir fyrir sig að einstaklingshagsmunir séu ríkari almannahagsmunum. Margir alþingismenn telja afar mikilvægt fyrir lýðræði í landinu að upplýsingar um hverjir séu eigendur fjölmiðla séu fyrir opnum tjöldum. Í þeim hópi sem hafa opinberlega talað fyrir slíku eru fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokks. Eina sem kemur í veg fyrir að maður trúi málflutningi þeirra er að þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokka og upplýsingagjöf varðandi þau til almennings, þá bera þeir fyrir sig að einstaklingshagsmunir séu ríkari almannahagsmunum.

Hentistefna sjálfstæðismanna
Hvernig má það vera að sjálfstæðismenn telji ríka almannahagsmuni felast í því að vita hverjir séu eigendur fjölmiðla en á sama tíma enga almannahagsmuni felast í því að borgarar geti haft eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka. Mýmörg dæmi erlendis hafa sannað gildi þess að hafa reglur um fjármál stjórnmálaflokka þó ekki væri nema um upplýsingaskyldu að ræða. Almenningur hefur rétt á því að vita hverjir styðja stjórnmálaflokka fjárhagslega og ennfremur hverjir styrkja einstaka stjórnmálamenn í prófkjörum.

Tökum dæmi: Gefum okkur að frumvarp sé lagt fyrir alþingi sem kveður á um takmörkun á eign einstaklinga í fjölmiðlum. Undir þeim kringumstæðum myndi það skipta öllu máli ef að aðili á fjölmiðlamarkaði sem stæði illa í samkeppni væri að styrkja stjórnmálaflokka um stórar upphæðir eða hefði kostað miklu til við prófkjör þingmanns sem lagði fram frumvarpið. Hagsmunir almennings til að vita af þessu eru klárlega ríkari en hagsmunir fyrirtækisins um leynd yfir framlagi sínu.

Orð skulu standa
En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einn um að vera gagnrýniverður. Forsvarsmenn Samfylkingarinnar hafa ítrekað lofað því að birta bókhald flokksins opinberlega. Með því að birta ekki bókhald sitt hafa þeir dregið verulega úr málefnalegu gildi eigin stefnu. Almenningur hlýtur að spyrja sig hve mikið hjartans mál þetta er fyrir Samfylkinguna þar sem ekki er enn búið að birta bókhald flokksins, fjórum árum eftir að því var lofað.

Það er augljóst að ríkir almannahagsmunir eru fyrir því að setja reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Einstaklingar væru þá betur hæfir til að taka ákvörðun um hverjum þeir treysta til að vera fulltrúar sínir á Alþingi eða sveitastjórnum auk þess sem stjórnmálamenn fengju meira lýðræðislegt aðhald. Samfylkingin á efna loforð sitt og opna sitt bókhald, setja strangar reglur um prófkjör sín og birtingu styrkja til þeirra sem taka þátt í prófkjörum. Öðruvísi er ekki hægt að þvinga sjálfstæðisnátttröllin til að meðtaka hugmyndir um upplýst og siðmenntað lýðræði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand