Afsölum okkur fullveldinu!

Starfið í vetur Starf UJK er komið á fulla ferð. Mikill hugur er innan stjórnar enda verkefnin ærin og brýn. Rödd ungs fólks má ekki kafna í hjali um óperuhallir og malbik. UJK funda að jafnaði fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði kl. 19.30 – eða klukkutíma á undan opnum fundum Samfylkingarfélagsins í Kópavogi. Við tökum nýliðum og öllum sem vilja kynna sér starf okkar opnum örmum. Fullveldi er hugtak sem allir þekkja en fæstir leggja sama skilning í. Fyrir hundrað árum síðan hafði orðið fullveldi allt aðra merkingu en það hefur í dag, en með alþjóðavæðingu og heimsmynd sem er í stöðugri þróun hefur fullveldishugtakið þróast og breyst. Hin gamla skilgreining fullvalda ríkis var ríki sem hafði full völd innan eigin lögsögu. Mörgum hættir til að rugla öðrum hugtökum við fullveldið eins og til dæmis lýðræði og sjálfstæði. Ríki geta hæglega verið fullvalda án þess að vera lýðræðisríki. Eins geta ríki verið fullvalda án þess að vera sjálfstæð. Þannig varð Ísland fullvalda ríki árið 1918 en varð ekki sjálfstætt fyrr en árið 1944.

Varla nokkuð ríki fullvalda
Nú til dags er ekkert ríki fullvalda í upphaflegri merkingu orðsins, nema þá kannski Norður Kórea og önnur ríki sem hafa kosið að einangra sig frá umheiminum. Ekkert ríki hefur lengur löggjafarvald sem ekki er bundið af alþjóðalögum, sáttmálum og samningum. Þannig getur Alþingi ekki sett lög um til dæmis umhverfismál án þess að taka tillit til löggjafar Evrópusambandsins og þeirra skuldbindinga sem við höfum bundist á alþjóðavettvangi í umhverfismálum.

Fullyrðingar um fullveldi
Í takt við þær hröðu breytingar sem átt hafa sér stað hefur fullveldishugtakið verið endurskilgreint í sífellu og í raun er hugtakið orðið það þvælt að það hefur glatað allri merkingu í almennri stjórnmálaumræðu. Í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu er fullveldishugtakið mikið notað. Andstæðingar aðildar halda því fram að með aðild að Evrópusambandinu séum við að afsala okkur fullveldi til sambandsins. Á sama tíma halda fylgjendur aðildar því fram að aðild að sambandinu hafi í för með sér aukið fullveldi fyrir Íslendinga.

Hvort er rétt?
Báðar fullyrðingarnar eru réttar því þær eru byggðar á tveimur mismunandi skilgreiningum á fullveldi. Ef hugsað er til upphaflegrar merkingar fullveldis þá er það klárlega afsal á fullveldi að ganga í Evrópusambandið. Maður kemst þó ekki hjá því að velta því fyrir sér hvort ,,skaðinn“ sé ekki löngu skeður með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og öllum þeim skuldbindingum sem við höfum bundist á alþjóðavettvangi. Ef við hins vegar gefum okkur að fullvalda ríki sé í dag virkur aðili innan alþjóðasamfélagsins, sem reyni þannig að hafa áhrif á það umhverfi og þær leikreglur sem það verður að lúta, hefur aðild að Evrópusambandinu augljóslega aukið fullveldi í för með sér.

Hvort viljum við?
Með aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland fá möguleika á því að hafa áhrif á löggjöf sambandsins sem nú þegar snertir okkur í gegn um EES samninginn. Það er kominn tími til að Íslendingar afsali sér fullveldi gamla tímans sem hvergi er til nema í hugum manna. Einbeitum okkur að því sem virkilega skiptir máli og látum til okkar taka á samevrópskum vettvangi þar sem við höfum jöfn tækifæri og aðrar þjóðir að hafa áhrif á umhverfi okkar og eigin lögsögu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand