Afslappað alþýðufólk?

Það er engum takmörkum háð hvað okkar hæstvirtu þingmenn er til lista lagt. Þeir eru í síauknum mæli að sýna á sér nýjar og ,,mannlegri hliðar”. Vilja sína það og sanna að þarna sé á ferð afslappað alþýðufólk sem getur sko alveg verið berrassað á tánum í vinnunni eins og nýráðinn starfsmaður Alþingis minntist á í viðtali eftir síðustu kosningar. Margt til lista lagt
Það er engum takmörkum háð hvað okkar hæstvirtu þingmenn er til lista lagt. Þeir eru í síauknum mæli að sýna á sér nýjar og ,,mannlegri hliðar”. Vilja sína það og sanna að þarna sé á ferð afslappað alþýðufólk sem getur sko alveg verið berrassað á tánum í vinnunni eins og nýráðinn starfsmaður Alþingis minntist á í viðtali eftir síðustu kosningar.

Það er svo sem gott og blessað að þetta fólk sé að stíga svolítið niður af sínum háa hesti og sýna almenningi að það sé nú enginn regin munur á þeim við Austurvöll og okkur hinum. En stundum er eins og hugur fylgi ekki alveg máli.

Auglýsingaverðlaun og uppistand
Þegar svo stendur á eru leikrænir tilburðir þessara áhugaleikara (þó svo sumir hafi meiri reynslu en aðrir) ótrúlega sannfærandi. Hinir hörðustu hala inn verðlaun fyrir að sýna á sér nýtt og brosandi andlit, enda er það segin saga að ef þú smælar framan í heiminn þá smælar hann framan í þig. Uppistandstaktar í ræðustól og viðtölum er einn háttur sem hafður er á þegar ná á til sauðsvarts almúgans og sumir orðnir þekktari sem grínistar en ráðherrar.

Hádramatísk hlutverk
Enn aðrir í þessum hópi taka að sér hádramatísk hlutverk svo sem túlkun á móðgun hins vinnandi manns á auðmönnum þessa lands. Öllu er kostað til og leikmunir eru færðir í búning til að áhrifin verði sem mest. Svívirtur og hneykslaður gengur aðalleikarinn út frá vondu köllunum og hvetur, með sannfæringu byltingamannsins, aukaleikarana til að fylgja sér. Hann skammar ríku mennina en þar kemur munurinn í ljós. Munurinn á hæstvirtum Jóni og honum Jóni er nefnilega sá að þessar skammir náðu eyrum ríku mannanna og þeir hlýddu. Það þarf nú oftast meira til en einn Bara-Jón til að breyta óréttlæti samfélagsins. Íslendingar hafa heldur aldrei verið mikið fyrir að fylkja liði til að benda á hnökra samfélagsins. Við látum það eftir þeim sem hæstvirtir eru – það er svo bara undir hælinn lagt hvað er sett á svið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand