Prik fyrir viðleitni

Á vefritinu Múrnum birtist 20. nóvember síðatliðinn, grein eftir Kolbeinn Óttarsson Proppé. Hér virðist vera viðbragð við stuttri grein sem undirritaður birti í Morgunblaðinu í nóvember. Í grein minni gerði ég nokkur atriði í setningarræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, á landsfundi flokksins að umtalsefni. Benti ég á að skýringar formannsins á tapi VG í kosningum stæðust ekki nánari skoðun. Það gengi ekki að kenna Samfylkingunni, talsmanni hennar og öðrum forystumönnunum, um slakt fylgi VG. Skýringanna væri ,,hvergi annars staðar að leita en í stefnu flokksins, frambjóðendum hans og framgöngu þeirra í kosningabaráttunni. Það er hin beiski sannleikur…” Á vefritinu Múrnum birtist 20. nóvember síðatliðinn, grein eftir Kolbeinn Óttarsson Proppé. Hér virðist vera viðbragð við stuttri grein sem undirritaður birti í Morgunblaðinu í nóvember. Í grein minni gerði ég nokkur atriði í setningarræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, á landsfundi flokksins að umtalsefni. Benti ég á að skýringar formannsins á tapi VG í kosningum stæðust ekki nánari skoðun. Það gengi ekki að kenna Samfylkingunni, talsmanni hennar og öðrum forystumönnunum, um slakt fylgi VG. Skýringanna væri ,,hvergi annars staðar að leita en í stefnu flokksins, frambjóðendum hans og framgöngu þeirra í kosningabaráttunni. Það er hin beiski sannleikur, það er þeirra Akkilesarhæll og kannski er það þess vegna sem Steingrímur leitar svo víða annars staðar að sökudólgum, það er svo sárt að finna þá í eigin ranni.”

Viðbrögð Steingríms komu í stórfurðulegri grein í Mogganum sem ég hef þegar svarað á þeim vettvangi. Hann gerði ekki tilraun til þess að ræða málið efnislega og segir það nú nokkuð um málefnalega stöðu formannsins.

En Kolbeini hefur greinilega runnið blóðið til skyldunnar að verja sinn formann og sinn flokk. Því miður hef ég ekki komist til þess að svara honum fyrr en nú. Í grein sinni sem birtist undir fyrirsögninni ,,Er sjálfhverfum allt sæmandi?” skammar Kolbeinn mig nokkuð fyrir að ,,senda VG tóninn”, og segir mig hafa rangtúlkað allt sem formaðurinn sagði. Ég rangtúlkaði ekkert, vitnaði bara beint í Steingrím og benti á að umfjöllun hans um Samfylkinguna væri ódýr og efnislega röng.

Svar Kolbeins við rökum mínum er að telja orðin í ræðunni og færa þannig rök fyrir því að í raun hafi formaðurinn ekki talað svo mikið um Samfylkinguna, ekki ætla ég að fara telja í kapp við Kolbeinn. Auðvitað er ég ekki að kvarta neitt yfir þvi að þeir VG-menn fjalli um Samfylkinguna en ég geri náttúrulega þá kröfu að þeir geri það á eðlilegum forsendum, fari rétt með og umræðan sé boðleg.

Varðandi titilinn á greininni ætti Kolbeinn að hafa það í huga að eftir síðasta landsfund VG á undan þessum í Hveragerði nú um daginn, lýsti formaðurinn yfir að ,,VG væri hreyfiaflið” í íslenskum stjórnmálum. Þá vantaði ekki loftið og sjálfhælnina í Steingrím J. Sem betur fer var þetta ekki annað en venjulegt loft, það myndi ekki breytast mikið í íslensku stjórnmálalífi ef VG með sitt 8% fylgi og sína stöðnuðu afturhaldsstefnu væru hreyfiaflið.

Margt skemmtilegt væri hægt að skrifa meira um málflutning og aðferðafræði VG, en vel skil ég það að Kolbeinn sem sérstaklega tekur fram að ég sé ,,gamall baráttufélagi úr Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins í Kópavogi” fóti sig illa í að verja formanninn. Vonandi fær hann prik fyrir viðleitni.

En eftir alla talnakústir Kolbeins og skot um að ég hafi ekki lesið ræðuna eða alla vega gleymt því öllu aftur stendur eitt upp úr. Hann getur ekki frekar en formaður sinn svarað efnislega þeirri skoðun minni að skýringa á hraklegu gengi VG sé að leita í frambjóðendum flokksins og stefnu hans.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand