Áfram á kvennafari?

Ég skammast mín fyrir að búa í samfélagi sem getur ekki tryggt gamla fólkinu ánægjulegri ævidaga en nú er gert. Eins sjálfhverfur og maður oft er þá viðurkenni ég að ég hef ekki fylgst nægjanlega vel með stöðu gamla fólksins í samfélaginu fyrr en nú. Nú þegar ég er sjálfur oft með tárin í augunum af því að MÉR líður illa yfir því hvernig komið er fyrir ömmu minni og afa. Ekki síst af því ég veit ekki hvað ég get gert í málinu. „Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu en stundum kannski eitthvað sem gerir sama gagn.“
– Geir H. Haarde segir farir sínar ekki sléttar á fundi innvígðra og innmúraðra í Valhöll laugardaginn 18. mars 2006.

Á dögunum líkti sá ágæti spéfugl Geir H. Haarde Bandaríkjunum við þokkagyðju og kurraði eins og kokkáluð turtildúfa. En hvernig ætli draumadís ráðherra horfi við öðrum, þeim sem ekki eru eins blindaðir af ástarbríma?

Það verður nú að segjast að konan sú er komin af léttasta skeiði, alla vega farið að ganga á orkuna. Ekki verður hún heldur sáttari við guð og menn með árunum, eins og margur, heldur þvert á móti æ þverlyndari, sjálfselskari, ofstækisfyllri og yfirgangssamari enda kunn að endemum á síðustu og verstu tímum: geysist eins og valkyrja um loft, láð og lög, vegandi mann og annan, í annarri hendi með spjót í bagalslíki, í hinni orkulindavísi í biblíubandi. Yfir vokir skallaörn með gunnfána í klónum, haldinn þeirri meinlegu skynvillu að hann sé friðardúfa. Í humátt á eftir sniglast aðrir förunautar: hjárænulegir skjaldsveinar, lítilsvirtar hjásvæfur og léttvægir vonbiðlar með girndarglampa í augum.

Er skynsamlegt að eltast við kvendi sem storkar eigin feigð og annarra, une femme fatale eins og Frakkar segja? Hvenær ætli hryggbrotnir hjartaknosarar norður við ysta haf sjái að sér og hætti að blása í kulnaðar glæður?

Er þá ekki skárra að njóta lífsins laus og liðugur?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand