Lögfestum Barnasáttmálann

Í mannréttindasáttmálanum segir að við séum öll jöfn, ekki beri að mismuna okkur á neinum forsendum. Á Íslandi er mannréttindasáttmálinn í hávegum hafður, á þessu litla landi koma reglulega fréttir af Íslendingum sem hafa sótt rétt sinn þangað. Mannréttindi eru okkar mál og þess vegna spyr ég; hvers vegna í ósköpunum látum við þá þjóðkirkjuna komast upp með að greina okkur í fyrsta og annars flokks mannverur fyrir guði?

Ég hef nú lagt fram þingmál á Alþingi um að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ég tel vera löngu tímabæra.

Aukum vægi Barnasáttmálans
Aðildarríki samningsins og þar á meðal Ísland eru einungis skuldbundin barnasáttmálanum samkvæmt þjóðarrétti en ekki að landsrétti. Því þarf að lögfesta alþjóðalega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi.

Að mínu mati á slíkur grundvallarsáttmáli, sem Barnasáttmálinn er, að vera lögfestur hér á landi með sama hætti og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur verið lögfestur. Við það fengið barnasáttmálinn aukið vægi þar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrðu að taka mið af honum sem sett lög. Noregur lögfesti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2003.

Aðlaga íslensk löggjöf
Einnig er lagt til í þingmálinu að íslensk löggjöf verði aðlöguð að barnasáttmálanum. Hvað það varðar þarf að huga að mörgu. Tryggja þarf m.a. betur friðhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra í lögum s.s. í barnalögum, barnaverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga.

Ákvæði barnasáttmálans geta sömuleiðis kallað á endurskoðun á hegningarlögum. Má þar nefna hækkun kynferðislegs lögaldurs úr 14 ára, setningu ákvæðis um heimilisofbeldi og afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum þar sem frestirnir geta dregið úr vernd barna og möguleikum þeirra að sækja rétt sinn. Samkvæmt barnasáttmálanum ber að aðskilja unga fanga frá fullorðnum föngum en hér á landi er það ekki gert.

Skoða þarf mismunandi aldursmörk barna í lögum. Barnabætur eru t.d. ekki greiddar með börnum á aldrinum 16-18 ára og foreldrar taka ákvörðun um inngöngu eða úrsögn barns yngra en 16 ára úr trúfélagi. Tryggja þarf í lög að rætt sé við yngri börn en nú er gert í umgengis- og barnaverndarmálum.

Huga þarf að mörgu
Tryggja þarf, m.a. í grunnskólalög, rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar ásamt réttindi þeirra innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Sömuleiðis rétt barnsins til að þekkja foreldra sína og skoða hvort það eigi við ættleidd börn og í sæðisgjöfum. Skoða þarf sérstaklega stöðu barna sem glíma við langvarandi veikindi, fötlun, geðsjúkdóm, fátækt og barna nýbúa í íslenskum lögum. Ákvæði barnasáttmálans þarf að hafa í huga þegar kemur að nýrri löggjöf um fjölmiðla.

Þingmálið í heild sinni má sjá á: http://www.althingi.is/altext/132/s/0941.html

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand