Aðeins um ,,Bandaríkjahatur”

Stuðningsmönnum Repúblikanaflokksins og Georges Bush hefur í gegnum tíðina verið sérstaklega tíðrætt um meint ,,Bandaríkjahatur” andstæðinga sinna. Þannig hefur kvikmyndagerðarmaðurinn og stjórnarandstæðingurinn Michael Moore fengið á sig uppnefnið ,,Big fat stupid white man” auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að ,,Michael Moore hates America”, og það fyrir það eitt að hafa gerst sekur um harða gagnrýni og andstöðu við stjórnvöld. Sú, sem þessi orð ritar hefur oft verið sökuð um Bandaríkjahatur fyrir það eitt að lýsa andúð á þarlendum forseta og Repúblikanaflokki. En ég hata alls ekki Bandaríkin eða Bandaríkjamenn. Stuðningsmönnum Repúblikanaflokksins og Georges Bush hefur í gegnum tíðina verið sérstaklega tíðrætt um meint ,,Bandaríkjahatur” andstæðinga sinna. Þannig hefur kvikmyndagerðarmaðurinn og stjórnarandstæðingurinn Michael Moore fengið á sig uppnefnið ,,Big fat stupid white man” auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að ,,Michael Moore hates America”, og það fyrir það eitt að hafa gerst sekur um harða gagnrýni og andstöðu við stjórnvöld. Sú, sem þessi orð ritar hefur oft verið sökuð um Bandaríkjahatur fyrir það eitt að lýsa andúð á þarlendum forseta og Repúblikanaflokki. En ég hata alls ekki Bandaríkin eða Bandaríkjamenn. Það vill nefnilega svo til að ég þekki nógu marga Kana til að gera mér grein fyrir því að þeir eru ekki upp til hópa öfgahægrisinnaðir, öfgakristnir, byssuóðir, hommahatandi rauðhnakkar. Þvert á móti eru Bandaríkjamenn eins misjafnir og þeir eru margir og hvorki betri né verri en Íslendingar, Danir eða Japanar. Það er ekki hægt að setja heila þjóð undir sama hatt, og hver sá sem túlkar gagnrýni á forseta Bandaríkanna sem dóm yfir allri þjóðinni er einungis að opinbera eigin þröngsýni. Æðstu valdhafar hvers ríkis fyrir sig eru langt frá því að vera jafnframt holdgervingar sinnar þjóðarsálar eða lands.Til marks um það hef ég alltaf verið andstæðingur bæði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, en samt er ég rammíslensk sauðkind, þjóðræknari en flestir aðrir.

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk þarf alltaf að vera að setja mann í ,,lið” með og á móti hinu og þessu. Þannig á ég að vera komin í ,,lið” með hryðjuverkamönnum sem hafa beint árásum sínum á Bandaríkjamenn fyrst ég styð ekki forseta Bandaríkjanna í einu og öllu. Og ég á víst að vera ,,í liði með” Saddam Hussein fyrst ég er andsnúin innrásinni í Írak. Og fyrst ég hef samúð með málstað Palestínumanna í þeirra deilum þá hlýt ég víst að vera ,,gyðingahatari” og ,,hryðjuverkamaður”.

Ég veit ekki hvort svona liða-viðhorf sé merki um hjarðeðli mannskepnunnar eða hreint afturhvarf til sandkassans, en ég er á því að það sé einungis af hinu slæma. Það er eitt að vera fylgjandi ákveðnum málstað en annað að samþykkja allar aðferðir sem viðhafðar eru í hans nafni. Bandaríkjamenn eiga einfaldlega betra skilið en að vera allir settir undir sama hatt og George Bush, Palestínumenn eru augljóslega ekki hryðjuverkamenn upp til hópa og ekki Ísraelsmenn heldur, og Írakar hljóta að vera upp til hópa venjulegt friðelskandi fólk þótt inn á milli leynist þar svartir sauðir.

Tilgangurinn eða málstaðurinn helgar ekki alltaf meðalið og það er alger óþarfi að fara beint ofan í sandkassa í hvert sinn sem einstakir valdamenn eru gagnrýndir fyrir þeirra aðferðir við að koma á það sem þeir kalla ,,réttlæti” í heiminum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand