Af skólagjöldum og sköttum

Ég tel að þessi ummæli Heiðrúnar séu merkileg þar sem svo vill til að tekjur Háskóla Íslands af innritunargjöldum (32.500 krónur á nemanda) eru 147 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004. Með því að taka upp há skólagjöld við Háskólann, til dæmis 300 þúsund krónur ári, myndum við því ekki afla nema í mesta lagi um 1,4 milljarða króna tekna fyrir ríkissjóð. Ég er sammála Heiðrúnu um að sú upphæð sé „nánast sem dropi í haf ríkissjóðs“. En svimandi há skólagjöld yrðu aftur á móti ekki sem dropi í útgjaldahaf námsmannsins – þau yrðu þvert á móti eins og heimsins stærsti ísbreiða. Bjarki Már Baxter skrifaði um daginn grein á Frelsi.is, málgagn Heimdallar, ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem hann hélt fram þeirri skoðun að það bæri að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Segir á einum stað í pistli Bjarka:

„Það á að vera krafa ungra sjálfstæðismanna að skattar verði lækkaðir og námsfólk taki í auknu mæli í þátt í að greiða fyrir þá þjónustu sem þeir fá.“

Það er skemmst frá því að segja að ég er alfarið á móti upptöku skólagjalda í opinberum skólum á Íslandi. Og ekki bara vegna þess að skólagjöld geti dregið úr jafnrétti til náms – heldur líka vegna þess að með því að taka upp skólagjöld erum við að leggja stórauknar byrðar á ungt fólk og barnafólk. Ekki held ég að margir háskólanemar ættu til dæmis auðvelt með að standa undir 30-50 þúsund króna skólagjöldum á mánuði. Og þá breytti engu þótt þeir gætu fengið lán til þess að greiða þessi gjöld – lán eru nefnilega ekki gjöf, þau koma til greiðslu síðar og þá að jafnaði með vöxtum og verðbótum. Reynslan hefur sýnt að margir eiga fullt í fangi með að greiða niður þau námslán sem þeir þurfa að taka nú þegar – án þess að skólagjaldalán þurfi nú að bætast þar ofan á.

Hátekjuskattur felldur niður í áföngum
Annað greinarkorn birtist nýlega á Frelsinu. Er það eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og mælir hún í pistli sínum fyrir afnámi hátekjuskatts. Hátekjuskatturinn, sem heitir reyndar réttu nafni sérstakur tekjuskattur, var tekinn upp í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Frá og með næstu áramótum verður skatturinn 4% á tekjur ofan við u.þ.b. 350 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að maður með 500 þúsund á mánuði þarf að borga 4% skatt af tekjum á bilinu 350-500 þúsund, eða 6 þúsund krónur á mánuði. Auk þess þarf hann náttúrulega að greiða hinn almenna tekjuskatt og fær notið persónuafsláttar eins og allir launamenn.

Ráðamenn hafa boðað að hátekjuskatturinn verði 2% á árinu 2005 og að hann leggist síðan alveg af eftir það. Geri ég ekki athugasemdir við þessi áform, að því tilskyldu að þeir 1,4 milljarðar sem ríkið verður af við aflagningu hátekjuskattsins verði ekki sóttir í vasa skattgreiðenda með öðrum skatta- eða þjónustugjaldahækkunum, eins og ríkisstjórnin hefur iðulega gert hingað til þegar hún hefur lækkað einhverja skatta. Ég geri það reyndar líka að skilyrði fyrir stuðningi mínum að jafnhliða verði ráðist í skattalækkanir sem gagnast millitekju-, lágtekju- og barnafólki.

Dropi í haf ríkissjóðs
Sérstaka athygli vekja ummæli Heiðrúnar Lindar um að tekjurnar af hátekjuskattinum, sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 eru 1,4 milljarðar, séu…

„nánast sem dropi í haf ríkissjóðs. Það ætti að vera ríkinu nokkuð vandalaust, að safna þessari sömu upphæð með því að herða eilítið sultarólina…“

Ég tel að þessi ummæli Heiðrúnar séu merkileg þar sem svo vill til að tekjur Háskóla Íslands af innritunargjöldum (32.500 krónur á nemanda) eru 147 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004. Með því að taka upp há skólagjöld við Háskólann, til dæmis 300 þúsund krónur ári, myndum við því ekki afla nema í mesta lagi um 1,4 milljarða króna tekna fyrir ríkissjóð. Ég er sammála Heiðrúnu um að sú upphæð sé „nánast sem dropi í haf ríkissjóðs“. En svimandi há skólagjöld yrðu aftur á móti ekki sem dropi í útgjaldahaf námsmannsins – þau yrðu þvert á móti eins og heimsins stærsta ísbreiða.

Við þurfum ekki að senda ungu fólki gíróseðla til að bæta menntakerfið. Við þurfum einfaldlega stjórnvöld sem sýna skólunum skilning í verki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand