Gleðilegan 1. maí

Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, og ekki bara við heldur allur heimurinn. Það er að segja sá partur hans sem hefur eitthvern vísi af verkalýðhreyfingu. Á tímum hnattvæðingar hefur verkalýðshreyfinginn setið eftir, hreyfing sem fær kraft sinn frá sameinuðum lýð stendur sundruð frammi fyrir alþjóðum stórfyrirtækjum. Starfsmannaleigur er fyrir mér nýyrði, að til séu fyrirtæki sem versla eingöngu með fólk og nýtir sér slæma stöðu verkalýðhreyfingar í því landi þaðan sem verkamennirnir koma. Nú er tími til kominn að verkalýður heimsins sameinist og standi saman. Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, og ekki bara við heldur allur heimurinn. Það er að segja sá partur hans sem hefur eitthvern vísi af verkalýðhreyfingu. Á tímum hnattvæðingar hefur verkalýðshreyfinginn setið eftir, hreyfing sem fær kraft sinn frá sameinuðum lýð stendur sundruð frammi fyrir alþjóðum stórfyrirtækjum. Starfsmannaleigur er fyrir mér nýyrði, að til séu fyrirtæki sem versla eingöngu með fólk og nýtir sér slæma stöðu verkalýðhreyfingar í því landi þaðan sem verkamennirnir koma. Nú er tími til kominn að verkalýður heimsins sameinist og standi saman.

En hvað með lög og reglu? Á liðnu ári hefur skortur á skýrri löggjöf og eftirfylgni á löggjöfinni skort af hendi stjórnvalda. Og það er skrýtið að það virðist skipta máli hvar á landinu ólöglegt vinnuafl er stöðvað, hvort það er á Vestur- eða Austurlandi. Þessu þarf að breyta og sameina þarf löggjöf milli landa til að stoppa ólöglegt vinnuafl.

Þegar byggja þarf upp land þarf að koma meira til en ný ríkistjórn og efld viðskipti við landið. Einnig þarf að koma á fót sterkri verkalýðshreyfingu sem berst fyrir réttindum lýðsins. Með fjölda nýrra landa í Evrópusambandinu sem eru að koma undir sig fótunum væri tilvalið að verkalýðshreyfingin kæmi þar að málum. Slík samvinna væri góð fyrir báða aðila því of vill gleymast hve miklu hreyfingin hefur áorkað og hversu mikill réttindavörður hún er.

Sú umræða kom upp í sambandi við Sólbaksmálið svokallaða að menn ættu ekki að vera í ákveðnu stéttarfélagi. Ef gefið hefði verið eftir í þessu máli hefði verið um að ræða mikla afturför, þar sem sá réttur manna að vera í verkalýðfélögum er óumdeilanlegur. Við ungliðar munum ekki þá tíma þegar verkalýðshreyfingin barðist fyrir þeim réttindum sem í dag þykja sjálfsögð. Því eigum við að læra af sögunni og standa vörð um þau réttindi sem kynslóðir á undan okkur börðust fyrir.

Verkalýðshreyfingin og boðskapur hennar er tengdur órjúfanlegum böndum við jafnaðarstefnuna um frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Fram þjáðir menn í þúsund löndum!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand