Af hverju menntun?

Valgeir Helgi Bergþórsson skrifar um menntun og nám á háskólastigi og margvíslegar ástæður fyrir því að hið opinbera eigi að halda slíkri starfsemi úti.

Af hverju á ríkið að að sjá til þess að nám á háskólastigi sé frítt fyrir alla, og greitt með sköttum okkar? Ástæður fyrir því eru af margvíslegum toga, sem verður farið yfir hérna í stuttu máli.

Til þess að byrja á byrjun, þá er fyrsta, og örugglega sú veigamesta, ástæðan sú að tryggja það að allir geti sótt sér aukna menntun óháð fjárhag. Það að einstaklingur geti brotist úr þeirra fátæktargildru sem það hefur fæðst í, eða lent. Með því að tryggja það að einstaklingar geti náð sér úr þessari gildru tryggjum við það að þeir þurfi ekki að leita til þeirrar starfsemi sem brýtur okkar landslög og veldur því að hann verði fastur í því sem kallað er jaðarhópur – og sitji fastur í stöðu sem hann á sér fá sem enga möguleika að komast úr. Einnig með þessu er hægt að tryggja að Ísland verði áfram leiðarljós annarra ríkja að því leiti að stéttarskipting sé lítil sem engin hér áfram, er það einna best gert með frjálsri og ókeypis menntun á öllum stigum menntakerfisins.

Í öðru lagi verðum við að tryggja það að okkar mikli þekkingararfur verði áfram almennur, sem og hann er í dag. Með því að það sé tryggt að hann sé almennur, eykur þá þróun sem er í honum nú þegar og að hann aukist frá degi til dags. Aukin þekkingarþróun skilar sér fljótt og hratt út í þjóðfélagið, í ljósi aukinna möguleika og tækifæra þegnanna í starfi og frumsköpun.

Í þriðja lagi er það þekkt staðreynd að aukið menntunarstig í þjóðfélagi, skilar sér vel í aukinni hagsæld og velferð þeirra sem búa þar. Með því að tryggja að aukin þróun eigi sér stað í menntun hins almenna borgara opnast fleiri tækifæri til þess að auka verðmætasköpun.

Í seinasta lagi má líta til þess að ríkisvaldið sé í raun að framkvæma hlut sem kallast langtímafjárfesting. Það er að ríkið fjárfesti með þeim skatttekjum sem koma inn í ríkiskassann í menntun þeirra sem eru tilvonandi, eða núverandi, skattgreiðendur. Eftir að einstaklingur hafi lokið námi og fengið aukin tækifæri á verðmætasköpun, tryggir það að fjármagnið sem var lagt upprunalega inn í menntunina skilar sér aftur í formi aukinna skattgreiðslna – án þess að hækka tekjuskattinn – heldur hafi í raun skilað sér í formi aukinna fjárs, þó svo að að prósentan haldist sú sama, s.s. sem arður af fjárfestingunni. Skilar þetta sér í hagnaði fyrir báða aðila, þ.e. auknar tekjur fyrir manneskjuna og auknar tekjur fyrir ríkið – sem getur nýtt þessar tekjur í aukinni þjónustu við þegna sína – sem eru allir skattgreiðendur, eða tilvonandi skattgreiðendur.

Að lokum langar mig að benda á að með þessu tryggjum við að fjárhagur verði ekki erfðarsynd á Íslandi. Einnig eigum við að koma í veg fyrir það að aðrar miðaldir verði til þar sem félagsleg staða og möguleikar einstaklingsins til lífsins verði ekki háð fjárhagslegri stöðu hans.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand