Opinn fundur UJ í hádeginu á miðvikudaginn á Kaffi Sólon. Frummælendur verða Sigríður Andersen og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Fundarstjóri verður Guðmundur Steingrímsson.
Af hverju eru ekki fleiri konur á þingi?
Í kosningunum árið 1999 fjölgaði konum á Alþingi um sex og voru þær þá 22 af 63 þingmönnum. Aldrei áður höfðu fleiri konur verið kjörnar á þing. Fjórum árum síðar fækkaði þeim um þrjár og niður í tæplega 30% þingmanna. Allt lítur út fyrir að konum muni fækka á Alþingi eftir kosningarnar í maí nk. Hvað veldur og af hverju eru ekki fleiri konur á þingi?
Þessum spurningum ætla Ungir jafnaðarmenn að reyna að fá svör við á opnum fundi á Kaffi Sólon í hádeginu á miðvikudaginn. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12:00 og stendur í klukkutstund.
Frummælendur verða Sigríður Andersen, lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingiskona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Fundarstjóri verður Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Allir velkomnir.
____________
Nánari upplýsingar veitir Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna
magnusmargudmundsson@gmail.com / 695-7686