Vefsetur á veraldarvefnum opnað í Reykjanesbæ

UJ Suðurnesjum efna til samkundu í Aðalveri Samfylkingarinnar Hafnargötu 86 nk. föstudag. Brjálaði Samfylkingarmaðurinn verður kynntur, Hobbitarnir slá á létta strengi og DJ Joey D. mun þeyta skífurnar. Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum efna til samkundu í Aðalveri Samfylkingarinnar Hafnargötu 86 (fyrir ofan Aðalstöðina) föstudaginn 16. febrúar. Fjörið hefst kl 21:00

Við ætlum að vígja nýja heimasíðu félagsins og viljum bjóða þér að koma og fagna með okkur og þiggja léttar veitingar.

  • Heimasíða félagsins vígð
  • Brjálaði Samfylkingarmaðurinn kynntur
  • Róbert Marshall og Guðný Hrund Karlsdóttir, frambjóðendur sigurlista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, verða á svæðinu
  • Hobbitarnir slá á „létta“ strengi
  • Halli Valli og Gugga framreiða ljúfa tóna

og síðast en ekki síst mun DJ Joey D. snúa skífum fram á nótt.

Hlökkum til að sjá þig 🙂
Stjórnin
___________

Nánari upplýsingar veita:
– Hilmar Kristinsson formaður
864-2046 / hilmakr@hi.is
– Guðlaug Finnsdóttir gjaldkeri
894-4645 / gudlaug@sandgerdi.is
– Katrín Pétursdóttir meðstjórnandi
867-6737 / irmelin@visir.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand