Af ást og öðrum aflvökum

Í vikunni lenti ég á kaffispjalli um gildismat rapptónlistarmanna annars vegar og ráðherra ríkisstjórnar Íslands hins vegar og hvaða áhrif þessir tveir hópar hafa á drauma og væntingar íslenskrar æsku. Niðurstaðan var að við þurfum að senda bæði og ráðherra og rappara í rækilega naflaskoðun. Í vikunni lenti ég á kaffispjalli um gildismat rapptónlistarmanna annars vegar og ráðherra ríkisstjórnar Íslands hins vegar og hvaða áhrif þessir tveir hópar hafa á drauma og væntingar íslenskrar æsku. Niðurstaðan var að við þurfum að senda bæði og ráðherra og rappara í rækilega naflaskoðun.

Er ekki nóg að manna Austfirði með Ítölum?
Könnun sem Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur, hefur gert bendir til þess að atgervisflótti af landsbyggðinni sé enn staðreynd en að nú hafi komið í ljós að ungu fólki á landsbyggðinni þyki jafnvel eftirsóknarverðara að flytjast til útlanda heldur en að flytja suður. Þótt að samkvæmt Pollyönu-lögmálinu sé e.t.v. hægt að benda á að jákvætt sé að ungt fólk sé svona ófeimið við að leggja í víking til fjarlægra landa þá get ég ekki annað en sett þessa frétt í samhengi við áherslur ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Kárahnjúkavirkjun og bygging álvers í Reyðarfirði eru umdeildar af ýmsum ástæðum en eitt er það sjónarmið sem ekki fær næga athygli. Hver vill vinna í álbræðslu? Afhverju eigum við Íslendingar sem búið höfum við einhæft efnahagslíf byggt upp á fiskveiðum og fiskvinnslu að koma okkur upp öðrum enn einhæfari grundvallaratvinnuveg sem er stóriðja. Þurfum við þess nú þegar fiskurinn skiptir minna og minna máli? Þeir hundruðir milljarða sem þetta ævintýri útheimtir hefðu getað nýst til að skapa betri jarðveg fyrir nýjar og fjölbreytta atvinnugreinar sem íslenskir frumkvöðlar hafa verið að reyna að rækta s.s. ferðaþjónustu, menningar- og þekkingariðnað. Þessar atvinnugreinar ættu held ég betur með að halda í nýjar kynslóðir og veita þeim krefjandi verkefni og tækifæri.

Ástin keypt
Svo eru það rappararnir. Rapparar eru sniðugir. Þeir búa sér til ímynd sem er ýkt á allan hátt. Maður hefur hingað til vitað að þetta er ekki í alvöru. En nú virðist sem þessi stíll sé að að ryðja sér til rúms á flestum sviðum tísku og skemmtanaiðnaðar og þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessar fyrirmyndir eru að hafa á ómótaða unglinga. Textar rapplaganna fjalla t.d. yfirleitt alltaf um ást sem eitthvað sem sjálfsagt er að kaupa með skartgripum, bílum og peningum. Í myndböndunum eru konurnar kynþokkafullar puntudúkkur með dýran smekk. Kvenkyns tónlistarmenn virðast sjálfar gera út á þessa ímynd hvar þær líta ekki við öðrum karlmönnum en þeim sem geta séð almennilega fyrir þeim. Þær selja ást sína og þótt þær séu orðnar súperstjörnur þá koma þær gjarnan fram í myndböndum sínum hangandi utan í sterkum og ruddalegum karlmönnum. Undirgefnar konur og materíalísk ást virðist vera orðið meginstef í afþreyingariðnaðinum. Femínistar hafa reynar sjaldan verið kraftmeiri hérlendis og skyldi engan undra því ærin eru tilefnin. Þessi brengluðu kynhlutverk eru neikvæð fyrir alla aðila. Ást sem snýst um peninga veitir engum neina hamingju. Ást er að gefa og þiggja í jafnvægi.

Á fullkomið líf sér framtíð?
Áfram má velta fyrir sér ástæðum þess að ungt fólk vill flytja/flýja af landi brott þrátt fyrir bærilega hagsæld og úrvals kaupmátt flestra. Getur verið að þetta fólk sjái að það muni ekki ráða við fullkomnunaráráttuna sem ríkir í samfélaginu? Að sú mynd sem við fáum úr blöðum og sjónvarpi þar sem hin fullkomnu brúðkaup, heimili, sambönd eru sýnd, hræði komandi kynslóðir? Treystum við okkur ekki öll til að verða súperkonur og karlar með réttu menntunina, störfin og frítímann? Allir þurfa að kunna allt, geta leyft sér allt og vita allt. Þrátt fyrir að við virðumst flest öll vita hvernig þetta „fullkomna“ líf á að líta út þá virðist enginn vera að lifa það í raun.

Er það kannski ekki til?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið