Mennt er okkar máttur

Nokkur áhyggjuefni komu í huga mér við lestur fréttarinnar. Þar er m.a. tekið fram að meðalaldur kennara bæði á grunn- og framhaldskólastigi fari hækkandi – að nýliðun í stéttinni sé ekki nægjanleg – þetta á bæði við um Ísland og önnur aðildarríki. Þá var farið yfir útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu, í þeim samanburði lendum við í 6. sæti OECD ríkjanna með 6,3%. Meðaltalið er víst 5,5% innan OECD, gott hjá okkur. Þriðjudaginn 16. september birti Hagstofan frétt á vef sínum um samanburðarskýrslu OECD ,,Education at a Glance, OECD Indicator 2003″. Í skýrslunni eru tölur frá aðildarríkjunum 30 auk 18 annarra ríkja sem eru utan samtakanna, töflur í skýrslunni gefa innsýn í menntmál 48 þjóða sem eru 2/3 íbúa jarðarinnar.

Hlutfall til menntunar
Nokkur áhyggjuefni komu í huga mér við lestur fréttarinnar. Þar er m.a. tekið fram að meðalaldur kennara bæði á grunn- og framhaldskólastigi fari hækkandi – að nýliðun í stéttinni sé ekki nægjanleg – þetta á bæði við um Ísland og önnur aðildarríki. Þá var farið yfir útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu, í þeim samanburði lendum við í 6. sæti OECD ríkjanna með 6,3%. Meðaltalið er víst 5,5% innan OECD, gott hjá okkur.

Hvað verður um féð í skólakerfinu?
Það sem fer fyrir brjóstið á mér er hvernig við spilum úr þessum fjármunum. Við verjum hærri upphæð á nemenda á grunnstigi en meðaltal OECD sýnir (við borgum 5.854 USD með nemendum á ári á móti 4.381 USD sem er meðaltalið). Þá erum við að borga á framhaldskólastigi 6.378 USD á nemanda meðan meðaltal OECD er 6.063 USD. Vandamálið sem ég sé í þessum tölum er til komið vegna upplýsinga sem voru birtar neðar í greininni en þær voru á þá leið að 70% íslenskra nemanda á framhaldsskólastigi ná að útskrifast á meðan hlutfall innan OECD var 82%. Þetta er eitt lægsta hlutfallið innan OECD. Þess vegna spyr ég hvað verður um fjármagnið sem er ætlað til menntunar ungmenna þessa lands, hvar lendir það ef það nýtist ekki til að skila nemendum betur undirbúnum fyrir lokapróf á framhaldsskólastigi.

Háskólinn er sveltur
Þegar kemur að fjármagni til ríkisrekinna skóla á háskólastigi þá snýst staðan við, við erum stórkostlegir eftirbátar hinna OECD ríkjanna, við leggjum aðeins til 7.994 USD með hverjum okkar nemanda meðan meðaltal OECD er 9.571 USD. Þetta segir í raun allt um þann raunveruleika sem menntun á háskólastigi þarf að búa við. En þrátt fyrir skerta fjárhagslega samkeppnistöðu íslenskra skóla miðað við háskóla innan OECD þá er útskriftarhlutfall íslenskra nemanda á háskólastigi tæplega 10% hærri en innan OECD. En það vekur því miður upp spurningar um gæði íslensks háskólanáms í ljósi þess fjármagns í kerfið er sett.

Fækkun karla
Þá er einnig bent á sterkari stöðu kvenna í hópi háskólanema sem klára fyrstu gráðu, en 65% útskrifaðra á Íslandi eru konur meðan hlutfallið er 55% innan OECD. Það er í eðli sínu ekki áhyggjuefni að konum vegni vel í háskóla, slíku ber að fagna, vandinn í þessari tölu fellst í því að hlutfallslega færri karlar eru útskrifast úr háskóla en áður.

Breytinga er þörf
Skólakerfið á Íslandi þarfnast uppstokkunar á því er engin vafi og hefja þarf umræðu í samfélaginu skammlaust og að allir kostir séu ræddir af alvöru. Sjálfur er ég fylgjandi lengingu skólaársins, styttingu grunnskólans og framhaldskólans þannig að við útskrifum t.d. stúdenta við 18 ára aldur. Ég tel að slíkar breytingar yrðu ekki framkvæmanlegar án algjörar uppstokkunar námskrár. Ég er á móti samræmdu prófunum í framhaldskólunum þar sem þau eru einungis til þess fallin að eyða þeim fjölbreytileika sem framhaldskólarnir þó búa yfir. Þá tel ég að auka þurfi virðingu fyrir verknámi í landinu.

Við í Ungum jafnaðarmönnum eigum að leiða þessa umræðu og berjast fyrir rétti komandi kynslóða á betri námskrá, betur metnum gráðum og standa vörð um jafnan rétt til náms. Þessi grein er ekki sett fram sem gagnrýni á störf kennara á Íslandi, án þeirra væri tilveran harla aumkunarverð.

Heimild:
Heimasíða Hagstofunnar

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand