Landsbyggðar hvað?

Persónulega blæs ég á þær skoðanir ungra sjálfstæðismanna á Akureyri að það sé alfarið fjárfestanna að ákveða hvar álverið verði. Ef að fjárfestar vilja reisa álverið í Eyjafirði, gegn vilja Þingeyinga, geta Þingeyingar neitað að veita byggingarleyfi fyrir virkjunum sem knýja skulu þetta álver… Hvaða vald hafa fjarfestarnir þá? Stjórnmálamenn í Þingeyjarsýslum geta nefnilega slökkt á málinu ef þeim hentar svo. Bara með einu pennastriki, við gefum ekki byggingarleyfi fyrir virkjunum ef þær verða reistar fyrir álver annarstaðar en í Þingeyjarsýslum. Þess vegna held ég því fram að allir aðilar málsins ættu að taka höndum saman um að byggja álver norðan Húsavíkur. Mig finnst oft þegar ég hlusta á umræðu um landsbyggðarvandann eins og það séu aðeins til tvö svæði á landinu. Þá á ég við að menn tala um höfuðborgarsvæðið og svo landsbyggðina, þ.e.a.s. landsbyggðina sem eitt svæði. Ég verð pirraður þegar ég heyri fólk tala svona, því fólk sem það gerir er greinilega á vitlausum stað á vitlausum tíma.

Svo ég nefni dæmi, þá er umdeilt hvaða áhrif álver á Reyðarfirði hefur á stað eins og Húsavík, Blönduós eða Ísafjörð. Ég fullyrði að það hefur ekki jákvæð áhrif, annað hvort breytir þetta álver engu eða þá að fólk flytur frá þessum stöðum austur eða suður.

Það er nefnilega svo merkilegt að landsbyggðin er ekki eitt atvinnusvæði.
Annað dæmi, álverið sem Þingeyingar og Eyfirðingar eru að rífast um. Vitað er að öll orkan sem knýr þetta álver kemur úr Þingeyjarsýslum. Ef álverið verður reist í Eyjafirði fjölgar störfum nánast ekkert í Þingeyjarsýslum, en ef álverið verður reyst í rétt fyrir norðan Húsavík, skiptast þau 1000 störf sem áætlað er að álverið skapi nánast jafnt á milli Þingeyinga og Eyfirðinga. Þið getið svo svarað því sjálf hvor kosturinn sé skárri, bara ef horft er á byggðasjónamið. Eyjafjarðarsvæðið kæmi síðan mikið verr út úr umhverfismati.

Persónulega blæs ég á þær skoðanir ungra sjálfstæðismanna á Akureyri að það sé alfarið fjárfestanna að ákveða hvar álverið verði. Ef að fjárfestar vilja reisa álverið í Eyjafirði, gegn vilja Þingeyinga, geta Þingeyingar neitað að veita byggingarleyfi fyrir virkjunum sem knýja skulu þetta álver… Hvaða vald hafa fjarfestarnir þá? Stjórnmálamenn í Þingeyjarsýslum geta nefnilega slökkt á málinu ef þeim hentar svo. Bara með einu pennastriki, við gefum ekki byggingarleyfi fyrir virkjunum ef þær verða reistar fyrir álver annarstaðar en í Þingeyjarsýslum. Þess vegna held ég því fram að allir aðilar málsins ættu að taka höndum saman um að byggja álver norðan Húsavíkur.

Þess má einnig geta að iðnaðarráðherra, frú Valgerður Sverrisdóttir lofaði skömmu fyrir kosningar Polyolverksmiðja á Húsavík. Svokallað ,,hagkvæmniathugun” ætti að taka 18 mánuði. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að ,,snigilinn” sem Guðni Ágústsson talaði um að væri að tröllríða öllu í landbúnaðarráðuneytinu hefur örugglega hraðar sér yfir í iðnaðarráðuneytið. Því þessir 18 mánuðir eru löngu liðnir, ekkert hefur heyrst í þessari ,,hagkvæmnisathugun” varðandi verksmiðjuna. Annað er einnig öruggt, þeir starfsmenn sem tapa vinnunni núna í byrjun desember er rækjuverksmiðjan Íshaf dregur saman seglin fá ekki vinnu í Kísilverksmiðjunni í Mývatnsveit. Verksmiðjunni verður nefnilega lokað fyrsta desember.

Gróðafíknin sem tröllríður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar varð þeirri verksmiðju að aldurtila. Verksmiðjan var í eigu ríkisins, hún var seld á gjafaverði, peningunum lofað í byggðatengd verkefni og hafa aldrei sést síðan. Núna bíða starfsmanna Kísiliðjunnar tveir kostir, annar er að yfirgefa verðlaus hús sín, flytja burt, eða fara á atvinnuleysisbætur.

Þegar vandamálið er rætt á Alþingi, hverfur sá hluti þingmanna sem kosinn er ef höfuðborgarsvæðinu og umræðan drukknar yfirleitt í því að bent er á álverið á Reyðarfirði, því eins og allir vita er landsbyggðin eitt atvinnusvæði – eða hvað?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand