Aðildarviðræður –já takk

Innleiðing ESB laga í gegnum EES aðild hefur styrkt réttarstöðu almennings á fjölmörgum sviðum, stuðlað að betri samkeppnislöggjöf, aukinni neytendavernd, umhverfislöggjöf, vinnuvernd, jafnréttislögum og persónuvernd. Í reynd hefur EES aðildin ekki minnkað vald kjósenda gagnvart valdhöfum, heldur þvert á móti styrkt stöðu íslensks almennings, fyrirtækja og félagasamtaka gagnvart innlendum valdhöfum, Alþingi og ríkisstjórn. Almenningur hefur orðið bæði upplýstari um rétt sinn og fúsari að sækja og verja réttindi sín ef hann telur á sig hallað af innlendum stjórnvöldum. Við Evrópusinnar erum þjóðernissvikarar sem viljum gefa fullveldi Íslands og allan fiskinn einhverjum bírókrötum í Brussel. Það virðist að minnsta kosti vera trú andstæðinga okkar og Evrópusambandsins. En við lítum alls ekki á Evrópusambandsaðild sem svik við fullveldi lands og þjóðar. Evrópusambandið er sjálfviljugt samstarf fullvalda lýðræðisríkja sem hafa það að markmiði að standa vörð um lýðræði, mannréttindi, og frelsi einstaklingsins til orðs og athafna.

Ísland er þegar virkur þátttakandi í Evrópusamstarfinu, ekki síst í gegnum samninginn um evrópska Efnahagssvæðið. En þegar aðild að EES var í deiglunni var einmitt sömu þjóðernisrökum beint gegn henni. Hún þótti af andstæðingum hennar vera svik við fullveldið sem náðist árið 1944 og óttinn við of mikil erlend ítök í landinu var mikill.

Með EES aðild gangast íslensk stjórnvöld undir lög og reglugerðir sem þau verða að hlýða. Þar að auki færa lög ESB fólki meiri réttindi á mörgum sviðum heldur en íslensk stjórnvöld höfðu gert fram að því. Innleiðing ESB laga í gegnum EES aðild hefur styrkt réttarstöðu almennings á fjölmörgum sviðum, stuðlað að betri samkeppnislöggjöf, aukinni neytendavernd, umhverfislöggjöf, vinnuvernd, jafnréttislögum og persónuvernd. Í reynd hefur EES aðildin ekki minnkað vald kjósenda gagnvart valdhöfum, heldur þvert á móti styrkt stöðu íslensks almennings, fyrirtækja og félagasamtaka gagnvart innlendum valdhöfum, Alþingi og ríkisstjórn. Almenningur hefur orðið bæði upplýstari um rétt sinn og fúsari að sækja og verja réttindi sín ef hann telur á sig hallað af innlendum stjórnvöldum. Almannahagur hefur einnig eflst með faglegri stjórnsýslu, sem hefur skilvirkni í þjónustu og jafnrétti þegnanna að leiðarljósi fremur en þumbarahátt og persónulega fyrirgreiðslu.

En samningurinn um Evrópska Efnahagssvæðið veitir okkur ekki aðgang að ákvarðanatöku þeirra ESB laga sem við þurfum að innleiða. Til þess að fá að taka fullan þátt í ákvarðanatöku í Evrópusamstarfinu þurfum við að sjálfssögðu að hefja aðildarviðræður við sambandið. Þrátt fyrir allar dómsdagsspár andstæðinga Evrópusambandsaðildar um allan þann íslenska fisk sem við missum til annarra landa og þann yfirgang sem hinar stærri þjóðir í Evrópu munu sýna okkur, þá er staðreyndin sú að sjávarútvegsstefna ESB miðar að því að fiskveiðiþjóðir missi ekki umráð yfir eigin hafsvæði auk þess sem reynsla annarra smáþjóða hefur sýnt að þær hafa umtalsverð völd innan sambandsins, og hafa verið að fá meira frá sambandinu en þær hafa kostað til þess.

Þar fyrir utan er reynsla annarra þjóða jafnan sú að ekki er hægt að spá fyrir um hvernig samningar við Evrópusambandið munu líta út án aðildarviðræðna. Að sjálfssögðu eigum við að reyna að ná eins hagstæðum samningi við ESB og mögulegt er. Og ef fólk er enn ósátt við niðurstöður mála ætti það að fá að gera hið sama og Norðmenn og Svisslendingar hafa fengið að gera –sem er að hafna aðildinni í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand