Aðild að Evrópusambandinu eykur fullveldi Íslands!

Það er einnig full ástæða til að benda ungum sjálfstæðismönnum í Reykjavík á, fyrst þeim finnst ummæli formanns Samfylkingarinnar vera svona hræðileg, að núverandi utanríkisráðherra og tilvonandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar hefur einnig viðrað slíkar hugmyndir. Nýverið gerðu strákarnir í Heimdalli lítið úr orðum formanns Samfylkingarinnar, stjórnmálaflokk sem þeir vilja kalla flokksleysu, varðandi orð hans á Alþingi um að aðild að Evrópusambandinu auki fullveldi Íslands. Í þessum stutta pistli/frétt sem enginn þeirra Frelsismanna sá sér því miður fært að leggja nafn sitt við stóð meðal annars: ,,Össur útskýrði að ,,[…]í dag er heimurinn þannig að það er styrkur sérhverrar þjóðar, sérstaklega öflugra smáþjóða, að deila fullveldi sínu.” Hvort þetta teljist hlægileg eða hræðileg ummæli veltur einungis á því hvort Samfylkingin kemst nálægt utanríkisráðuneytinu á næstunni.”

Össur og Halldór sammála
Gunnar G. Schram fyrrum lagaprófessor við Háskóla Íslands hefur bent á það að sé almennt viðurkennt að ríki sé ótvírætt fullvalda og stjórnskipulega sjálfstætt þótt það hafi framselt ýmsa þætti hins upprunalega ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana.

Það er einnig full ástæða til að benda ungum sjálfstæðismönnum í Reykjavík á, fyrst þeim finnst ummæli formanns Samfylkingarinnar vera svona hræðileg, að núverandi utanríkisráðherra og tilvonandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar hefur einnig viðrað slíkar hugmyndir.

Halldór Ásgrímsson hefur sagt að þótt Ísland gangi í ESB verði landið eftir sem áður óumdeilanlega fullvalda ríki. Hann hefur ennfremur bent á að ef menn vilja líta svo á að aðild að Evrópusambandinu feli það í sér að Ísland yrði ekki lengur fullvalda væru þeir um leið að segja að ríki á borð við Danmörku, Svíþjóð og Finnland séu ekki lengur fullvalda ríki. Í ræðu sem utanríkisráðherra hélt í Háskóla Íslands 15. janúar 2002 og bar heitið ,,Áhrif alþjóðasamstarfs á fullveldi” sagði hann að,,…aðild að ESB tryggði fullveldi landsins með betri hætti en EES gerir nú þar sem við myndum innan ESB taka þátt í mótun okkar eigin örlaga og í mótun þeirra reglna sem þegnum og fyrirtækjum þessa lands er skylt að fara eftir. Á þetta skortir í EES-samstarfinu.”

Við aðild yrðum við virkir þátttakendur í semja leikreglurnar
Fullveldi er ekki áþreifanlegt fyrirbæri – heldur hugtak. Og ég tel heppilegast að hugtök ráðist af samhengi sínu hverju sinni. Við aðild að ESB myndu við fá atkvæðis- og tillögurétt í öllum stofnunum og nefndum sambandsins. Þannig gætum við fylgt eftir öllum þeim ákvörðunum sem eru teknar innan ESB frá upphafi til enda og gert athugasemdir þar sem okkur þykir bera svo við. Íslendingar yrðu með inngöngu virkir þátttakendur í semja þær leikreglur sem við samþykktum að vinna eftir við undirritun EES-samningsins árið 1992 og tók gildi 1994.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand