Aðeins af Bobby Fischer

Nú virðist biðin vera senn á enda í Bobby Fischer málinu. Fljótlega fáum við að vita hvort Allsherjarnefnd Alþingis samþykkir beiðni Bobby Fischer um íslenskan ríkisborgararétt. Það fær mann til að velta því fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni örlaganna að Ísland sé síðasta hálmstráið hjá þessum mikla meistara. Nú virðist biðin vera senn á enda í Bobby Fischer málinu. Fljótlega fáum við að vita hvort Allsherjarnefnd Alþingis samþykkir beiðni Bobby Fischer um íslenskan ríkisborgararétt. Það fær mann til að velta því fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni örlaganna að Ísland sé síðasta hálmstráið hjá þessum mikla meistara.

Í maí mánuði árið 1972 gaf Max Euwe forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) út frá sér yfirlýsingu þess efnis að einvígi milli Bobby Fischer og Boris Spasskí yrði háð í Reykjavík. Fischer sem var þá þjóðarstolt Bandaríkjamanna í skákheiminum brást ókvæða við og lýsti yfir megnri óánægju með teflt yrði í Reykjavík. Til að sýna tregðu sína enn frekar að koma til Íslands mætti Fischer ekki á formlega setningarathöfn einvígsins þann 1.júlí sama ár. Var það ekki fyrr en eftir tiltal frá Henry Kissinger utanríkisráðherra Bandaríkjanna og loforð um hærri verðlaunafé að Fischer ákvað að drífa sig til Íslands og verja heiður Bandaríkjanna. Fyrsta skákin fór ekki fram fyrr en 6. júlí og vann Spasskí öruggan sigur. Mikið gekk á næstu tvo mánuði í litlu Reykjavík. En þann 2. september endaði einvígi aldarinnar þegar Spasskí gaf síðustu skákina, sem gerði Fischer að heimsmeistara.

Nú er svo komið fyrir Fischer greyinu að vera fordæmdur í Bandaríkjunum og fyrir liggur handtökuskipun á hendur honum. Í júlí á síðasta ári var hann handtekinn í Japan og vegabréfið hans ógilt í desember. Þegar allt var komið í óefni mundi hann skyndilega eftir landinu í norðri þar sem hann vann heimsmeistaratitilinn í skák eitt sumarið ásamt því að stunda barnapössun hjá Sæma rokk. Hví ekki að reyna fá landvistarleyfi þar? Ákvað hann því að hripa erindi sitt niður á blað og senda íslenskum stjórnvöldum. Viti menn, Davíð Oddsson utanríkisráðherra ákveður að veita Fishcer landvistarleyfið. Sagði Davíð að þessi ákvörðun hafi verið tekin í ljósi sérstaks sambands Fischer við Ísland. Hafði hann komið Íslandi á kortið sumarið 1972 og naut mikilla vinsælda. Síðan má ekki gleyma því að þetta var einnig gert í anda jólanna. Kannski er Davíð svona einstaklega hjarthlýr maður eða ef til vill var hann nýbúinn að lesa Jólaævintýri Charles Dickens þegar hann tók ákvörðunina og ákvað að bjarga andlitinu svona rétt fyrir jólin rétt eins Ebenezer Scrooge. En með fullri virðingu fyrir hjarthlýju Davíðs blasir við hin raunverulega ástæða ákvörðuninnar. Þarna sá Davíð sér leik á borði til þess að sýna Íslendingum að hann sé nú engin taglhnýtingur Bandaríkjamanna og þori að standa í hárinu á þessu mikla stórveldi.

En ekki dugði nú landvistarleyfið. Sendi Fishcer nú aðra beiðni til íslenskra stjórnvalda þar sem farið var fram á hvorki meira né minna en íslenskan ríkisborgararétt. Afhentu því Garðar Sverrison og Sæmundur Pálsson, öðru nafni Sæmi rokk, Halldóri Blöndal, forseta Alþingis erindi Fischers þann 21. janúar síðastliðinn. Þar sem Fischer uppfyllir augljóslega ekki þau skilyrði sem til þarf svo hægt sé að fá íslenskan ríkisborgararétt þarf mál hans að fara í gegnum Alþingi þar sem Alþingi getur veitt honum ríkisborgararétt með lögum, sbr. 6.gr. laga nr. 100/1952. Hefur þetta verið mál málanna undanfarnar vikur og verður að segjast að talsverðar líkur séu á því að þetta muni ganga í gegn. En hver verða rökin fyrir því ef Alþingi samþykkir beiðni Fischers? Jú, Fischer var nú svo almennilegur að koma til Íslands fyrir 33 árum og tefla og kom þar með Íslandi á kortið í hinu alþjóðlega samfélagi. En það hafa flestir gleymt því hversu mikið hann þráaðist við að koma hingað. Við ættum öllu heldur að þakka Max Euwe þáverandi forseta FIDE og Henry Kissinger þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir landkynninguna. En auðvitað hljóta rökin einnig að snúa að mannúðarsjónarmiðum sem eru í sjálfu sér alltaf góð og gild. Fischer er haldið í fangelsi í Japan (án áfengis) og meðferð á honum er afar slæm. En ef við tölum um að veita fólki ríkisborgararétt á grundvelli mannúðarsjónarmiða hlýtur það sama að ganga yfir alla. Menn eiga ekki að njóta sérmeðferðar vegna þess að þeir eru frægir. En ákvörðunar allsherjarnefndar er að vænta innan skamms. Hver veit nema að hún verði í anda þorrans?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand