Forsætisráðherra og Evrópusambandið

Það var mjög áhugavert að heyra í Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, nýlega þegar hann talaði í fréttum um að Evrópusambandið myndi að hans mati varla vera við lýði innan þriggja áratuga. Það var mjög áhugavert að heyra í Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, nýlega þegar hann talaði í fréttum um að Evrópusambandið myndi að hans mati varla vera við lýði innan þriggja áratuga.

Rök, en ekki vonir og væntingar
Það er með eindæmum að hlusta á málflutning manns sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í þjóðfélaginu. Davíð Oddsson hefur að sjálfsögðu sinn rétt til að koma sínum skoðunum á framfæri en hann verður að skilja að í ljósi stöðu sinnar verður hann að koma fram með veigamikil og sterk rök fyrir málstað sínum en ekki bara hans persónulegu vonir og væntingar. Þó Davíð og hans fylgismenn séu eindregnir andstæðingar ESB þá er stór fjöldi landsmanna hliðhollur aðild að ESB og er ekki hægt að hunsa þann fjölda þó það hafi nú verið gert svo oft áður. Fylgismenn ESB hafa margoft nefnt að aðild Íslands að sambandinu væri stór framfaraskref fyrir landið og því þarf að halda málefnalegri umræðu á lofti, en ekki smásmugulegum vonum.

Stuðlað að sterku markaðshagkerfi
Evrópusambandið hefur sína galla eins og svo mörg önnur samtök og stofnanir en það hefur lifað tímanna tvenna þessi fimmtíu ár sem það hefur verið við lýði. ESB var hugsað sem friðarbandalag og hefur samvinna í vestanverðri Evrópu aukist á flestum öðrum sviðum í tengslum við þetta fyrsta skref. Með nýjasta skrefinu að taka inn fjölda ríkja frá Austur-Evrópu stuðlar sambandið að sterkara markaðshagkerfi og vonandi sameinaðri Evrópu með styrkingu lýðræðisins að leiðarljósi.

ESB mun dafna á komandi árum
Þó ákveðnir erfiðleikar séu í dag með að klára stjórnarskrá ESB, þá er ég ekki í neinum vafa með að það mun takast að lokum enda hefur Evrópusambandið staðið af sér storm áður og komið niður á báðum fótum. Davíð Oddsson mun að öllum líkindum ekki verða að ósk sinni um að verða vitni að lokum Evrópusambandsins innan fáeinna áratuga. ESB mun lifa okkur öll og dafna á komandi árum og áratugum.

Að endingu óska ég öllum jafnaðarmönnum, nær og fjær, ásamt öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand