Aðeins um nauðsynlegar sérsveitir

greinaDómsmálaráðherrann yfir Íslandi hefur ákveðið að fjölga í sérsveit lögreglunnar úr 21 í 50. Hann telur þetta vera sitt brýnasta verkefni þrátt fyrir að engin þekkt dæmi séu um að víkingasveitin núverandi hafi ekki þjónað hlutverki sínu. Já, þessi fjölgun vopnaðra lögreglumanna er helsta metnaðarmál Björns þrátt fyrir að úttekt Fréttablaðsins á fjölda útkalla virðist sýna að sveitina hafi hingað til skort verkefni fremur en hitt. Rifjast nú upp fyrir manni nýleg óskarsverðlaunamynd Michael Moore, Bowling for Columbine, þar sem fjallað var um tilhneigingu m.a. stjórnvalda til að ala á ótta borgaranna þrátt fyrir að glæpum fari í raun sífækkandi. Það versta við þetta er að það eru mörg brýn verkefni sem bíða íslenskra stjórnvalda sem kjósa fremur að heyja stríð gegn hryðjuverkum og Írak. Dómsmálaráðherrann yfir Íslandi hefur ákveðið að fjölga í sérsveit lögreglunnar úr 21 í 50. Hann telur þetta vera sitt brýnasta verkefni þrátt fyrir að engin þekkt dæmi séu um að víkingasveitin núverandi hafi ekki þjónað hlutverki sínu. Já, þessi fjölgun vopnaðra lögreglumanna er helsta metnaðarmál Björns þrátt fyrir að úttekt Fréttablaðsins á fjölda útkalla virðist sýna að sveitina hafi hingað til skort verkefni fremur en hitt.

Rifjast nú upp fyrir manni nýleg óskarsverðlaunamynd Michael Moore, Bowling for Columbine, þar sem fjallað var um tilhneigingu m.a. stjórnvalda til að ala á ótta borgaranna þrátt fyrir að glæpum fari í raun sífækkandi. Það versta við þetta er að það eru mörg brýn verkefni sem bíða íslenskra stjórnvalda sem kjósa fremur að heyja stríð gegn hryðjuverkum og Írak.

Það eru önnur verkefni sem að mínu mati þarf bráðnauðsynlega að efla. Sem jafnvel mætti stofna um sérstakar sérsveitir.

Sérsveit Heimdallar: Vinni gegn órökréttum ótta
Þó verð ég að segja að ég efast stórlega um að þessi fjölgun sérsveitarmanna dugi til að draga úr ofsóknaræði stjórnavaldanna sem óttuðust svo mjög heimsókn Falun Gong hugleiðsluhópsins hér fyrir tveimur árum síðan að þau efndu til samstarfs við kínversku leyniþjónustuna um að hamla för þessa að því er virtist rólyndisfólks. Þar sem ríkisstjórnin treysti ekki 21 sérsveitarmanni til að takast á við leikfimisæfingar og friðsöm mótmæli og töldu þau kalla á slíkar harkalegar aðgerðir þá er vandséð hverju fjölgun sérsveitarmanna um 29 eigi að breyta um öryggi landsins.

Sérsveit Heimdallar: Dragi úr hernaðarhyggju
Atli Rafn Björnsson, formaður nýfrjálshyggjumannana í Heimdalli, fer mikinn í grein á vefnum Frelsi.is á föstudaginn síðasta. Atli Rafn er ungur maður en deilir þó ótta við ýmsar ókunnar hættur með dómsmálaráðherra sínum. Hingað til hefur það þótt vera einkenni eldri og ráðsettari manna að ala með sér slíkan ótta gagnvart nágrönnum sínum. Atli telur árás hryðjuverkamanna vera yfirvofandi og að það sé einboðið að Íslendingar verði að vígbúast.

Sérsveit Heimdallar: Ófær í baráttunni við báknið
Það er svo hálf hjákátlegt þegar Atli réttlætir þessi óvæntu og órökréttu útgjöld Sjálfstæðisflokksins til hryðjuverkastríðs og raunveruleikatindátaleiks en biðlar um leið til stjórnarandstöðunnar um stuðning við baráttu Heimdalls gegn ríkisbákninu. Baráttan sú hefur aldrei gengið ver en einmitt í tíð ríkisstjórnar þeirra eigin flokks. Það er ágætt að þeir skuli ekki hafa gefið upp vonina en ég myndi ráðleggja þeim að endurskoða baráttuaðferðirnar og beina spjótum sínum frekar að Stjórnarráðinu. Víkur þá sögunni að næstu sérsveit sem ég tel vera mun nauðsynlegri en þá sem Björn er að baksa við að stækka.

Sérsveit fjármálaráðuneytisins: Átak gegn bruðli
Ég hef reglulega fjallað um þann vanda sem að okkur steðjar vegna stöðugrar útþenslu ríkisvaldsins í tíð Davíðs Oddsonar sem forsætisráðherra. Í einni þessara greina viðraði ég einmitt hugmyndir um stofnun sérstakrar sérsveitar til að takast á við útgjaldafyllerí og flottræfilshátt stjórnvalda. Í greininni setti ég fram hugmyndir um að þetta yrði sérsveit nokkurs konar “þenslubana” sem ráðast myndu á óþarfa ríkisútgjöld sem hefur sýnt sig að kerfið er sjálft í eðli sínu ófært um að skera niður.

Sérsveit fjármálaráðuneytisins: Uppræti eigin mein
Hannes Hólmsteinn, prófessor og meintur frjálshyggjumaður, hefur mikið reynt að koma þeirri mynd inn hjá þjóðinni að Davíð Oddsson eigi einhvern heiður skilin fyrir að halda vel utan um ríkispyngjuna. Staðreyndirnar sýna þvert á móti að álíka mikill grundvöllur er fyrir slíkum fullyrðingum og frjálshyggju Hannesar þegar á hólminn er komið. Skattbyrði einstaklinga hefur aukist og við greiðum meira af hverjum hundraðkalli í skatta nú en við gerðum fyrir tíð Davíðs. Matvælaverð er hér enn skelfilega hátt. Þrátt fyrir einkavæðingu á nokkrum ríkisfyrirtækjum hefur ríkið aukið hlut sinn í landsframleiðslunni um rúm 13 % í tíð forsætisráðherrans þaulsetna. Það er afar lélegur árangur hvort sem það er skoðað í ljósi yfirlýsinga kokhraustra Sjálfstæðismanna um meint ríkisrekstraraðhald eða ekki. Það þarf ekki fleiri sendirráð á 800 milljónir stykkið. Það þarf ekki að viðhalda 15% árlegri hækkun risnu- og ferðakostnaðar hins opinbera. Það þarf að gera átak gegn bruðli.

Sérsveit heilbrigðisráðuneytisins: Nýsköpun í heimahjúkrun
Fólk sem sinnir heimaþjónustu og heimahjúkrun er dæmi um fólk sem væri vel að því komið að fá viðlíka athygli stjórnvalda og sérsveitarmennirnir. Heilsueflandi heimsóknir er átak á vegum Akureyrarbæjar þar sem heilbrigðisstarfsmenn heimsækja eldri borgara, kanna heilsu þeirra og hvernig þeim gangi að lifa daglegu lífi. Þetta átak kostaði aðeins tæpar 5 milljónir en þær þurfti bæjarfélagið að útvega sjálft því ríkið er áhugalaust um þessar sem aðrar forvarnarlausnir á fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins.

Sérsveit heilbrigðisráðuneytisins: Minnki miðstýringu
Staðreyndin er sú að það er ekki aukið fé sem vantar í heilbrigðiskerfið heldur betra skipulag, meiri verkaskiptingu og eflingu frumúrræða eins og heilsugæslunnar en ríflega 30.000 manns eru í dag án heilsugæslu. Afskiptaleysi og nánast algjör vanmáttur stjórnvalda hefur valdið því að óhagkvæmar einingar í heilbrigðiskerfinu krefjast æ meira fjármagns. Heilbrigðiskefið verður stöðugt dýrara fyrir ríkið en einnig fyrir okkur borgarana sem greiðum sífellt meira fyrir þjónustuna og veigrum okkur mörg hver við að leita læknis eða kaupa lyf, sem við gerðum ekki áður. Samfylkingin hefur tekið að sér að leita lausna til að verja heilbrigðiskerfið fyrir alla til framtíðar á meðan margir Sjálfstæðismenn eru aðallega með hugann við það hvernig hinir ríku geti keypt sig fram fyrir í biðröðunum.

Sérsveit menntamálaráðuneytisins: Meira réttlæti
Eins og staðan er í dag þá myndi ekki veita af sérsveit til að standa vörð um jafnrétti til náms. Ekki aðeins til að verja það sem við búum við í dag heldur einnig til að eyða því óréttlæti sem nú þegar er til staðar. Menn tala um fjöldatakmarkanir. Hvað eru það annað en fjöldatakmarkanir að takmarka framlög til Háskóla Íslands við 5200 nemendur á þessu ári en gera honum að taka á móti 5700 nemendum? Hvað er það annað en óréttlæti að réttur til námslána skuli vera háður uppáskrifelsi fasteignareigenda?

Sérsveit menntamálaráðuneytisins: Verndi barnafólkið gegn einelti ríkisstjórnarinnar
Skuldaaukning heimilanna sem meðal annars er til kominn vegna stefnu ríkisstjórnarinnar gerir það að verkum að sístækkandi hópur kemst ekki yfir þann þröskuld sem krafa um ábyrgðarmenn er. Hafa hreinlega engan til að skrifa upp á jafnan rétt sinn til náms. Þ.e.a.s. námslán. Við verðum að afnema þetta óréttlæti.
Það er trú mín að ef kostnaður fólks við að sækja sér háskólamenntun er aukin þá muni það leiða strax til þess að færri hafi til þess svigrúm. Nú þegar bera námsmenn mikinn kostnað af námi sínu s.s. vegna tekjutaps fyrir að vera ekki á vinnumarkaði, námslánum með allt of hárri endurgreiðslubyrði og margir bera jafnframt allt of háan húsnæðiskostnað og leikskólagjöld.

Sérsveit menntamálaráðuneytisins: Til verndar mannréttindum
Menntakerfið er og á að vera að aðal jöfnunartæki okkar samfélags bæði nú og í allri framtíð. Jafnrétti til náms er grundvallarhugmynd og menntakerfið er ómissandi til að tryggja jöfn tækifæri, frelsi borgaranna og grundvallarmannréttindi allra.

Sér(hagsmunagæslu)sveitin í Stjórnarráðinu: Tilbúnir á eftirlaun
Davíð Oddsson er höfundur eftirlaunafrumvarpsins. Hann mun uppskera ríkulega vegna þess. Hann hefur hins vegar villt um fyrir þjóðinni þegar hann segir að áhrif þess að á ríkissjóð séu lítil sem engin. Frumvarpið stórbætir hag þeirra sem sitja lengi á Alþingi og er í raun óútfylltur tékki á ríkissjóð. Þessum hálaunamönnum eru með lögunum tryggð áskrift að 80% launa þingmanna og ráðherra hverju sinni og allt til dauðadags. Ómögulegt er að segja hversu mikil kostnaðurinn verður á endanum en augljóst er að hann getur orðið óstjórnlega mikill. Svo er það nú bara óásættanlegt ranglæti að þessir ráðamenn skuli ekki vilja deila lífeyriskjörum með þjóð sinni. Það verður þjóðþrifaverk að afnema þetta kerfi þegar við fáum til þess þingstyrk. En Davíð mun áfram njóta þess þrátt fyrir það. Það verða kannski hans eftirmæli.

Forsætisráðherrann virðist detta æ oftar úr tengslum við þjóð sína. Hann virðist jafnframt kjósa að ráða til sín ýmsa þekkta stuðningsmenn í vinnu við verk sem skv. nútíma viðmiðunum ættu ekki að vera á hendi ríkisins. Má þar m.a. nefna tæplega 60 milljóna króna ritun sögu Stjórnarráðsins og nú sögu forsætisráðherra þjóðarinnar frá upphafi. Davíð velur sjálfur fólk til að sinna þessum verkum fyrir sig í forsætisráðuneytinu í stað þess að bjóða þau út til þeirra sem sérhæfa sig í slíkri útgáfu.

Það liggur við að manni sé sama um milljónirnar sem lögin hans Davíðs tryggja honum í eftirlaun. Það skapast nefnilega væntanlega ansi mikil sparnaðartækifæri við það að hann fari úr Stjórnarráðinu.

Verst að Björn sé ekki líka á förum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand