Að fækka fötum

Virðing AlþingisHeyrst hefur að andstöðu gæti við hugmyndir um frjálslegri klæðaburð í þingsal; menn óttist að hið háa Alþingi gæti sett ofan. Gallup-kannanir benda jú til að Íslendingar beri takmarkað traust til elsta þjóðþings í heimi. En skiptir klæðaburður þar máli? Hvað um þá tilfinningu að margir þingmenn séu í „liði“ og þori varla að láta í ljós sjálfstæða skoðun á nokkrum sköpuðum hlut? Vilji ekki svipta hulunni af velgjörningum annarra við sig eða Flokkinn? Séu ósínkir þegar kemur að eigin eftirlaunum en öllu nánasarlegri þegar kemur að launum og bótum annarra, svo sem öryrkja? Vilji sem þrengstar skorður við þjóðaratkvæðagreiðslum og helst afnema rétt þjóðkjörins forseta til að knýja þær fram? Setji stofnanir (eins og Mannréttindaskrifstofu Íslands) út af sakramentinu ef harkaleg haftafrumvörp (um útlendinga og fjölmiðla) hljóta ekki blessun þeirra? Það er víst ekki að ástæðulausu að menn óttast að hið háa Alþingi gæti sett ofan. Þetta er helst í þingfréttum …
Jæja, nú er Davíð kominn úr leyfi á erlendri grund og býður upp í krappan dans við stjórnarandstöðuna. Hver veit nema í hita leiksins láti hann eitthvað fjúka um Samfylkinguna, þann leiða flokk …

Á meðan Davíð var að heiman var Halldór lengstum í andnauð út af Íraksmálinu (eða var það stuðningurinn við innrásina í Írak?), allt þar til aðstoð barst úr óvæntri átt.

En það er nú ekki eins og þinghaldið hafi legið í láginni síðan þá því hvað hefur fjölmiðlum þótt bera hæst? Jú, tillögu til þingsályktunar um óformlegri klæðaburð í þingsal. Hvað annað?! Fylgir sögunni að nú skuli karlpeningurinn í þinginu loksins fá að losa sig við bindið og hneppa frá efstu tölunum á skyrtunni, annað sé ekki nema sanngjarnt þegar líður á langan og strangan vinnudag.

Virðing Alþingis
Heyrst hefur að andstöðu gæti við hugmyndir um að þingmenn klæði sig frjálslegar; menn óttist að hið háa Alþingi gæti sett ofan. Gallup-kannanir benda jú til að Íslendingar beri takmarkað traust til elsta þjóðþings í heimi. En skiptir klæðaburður þar máli? Hvað um þá tilfinningu að margir þingmenn séu „í liði“ og þori varla að láta í ljós sjálfstæða skoðun á nokkrum sköpuðum hlut? Vilji ekki svipta hulunni af velgjörningum annarra við sig eða Flokkinn? Séu ósínkir þegar kemur að eigin eftirlaunum en öllu nánasarlegri þegar kemur að launum og bótum annarra, svo sem öryrkja? Vilji sem þrengstar skorður við þjóðaratkvæðagreiðslum og helst afnema stjórnarskrárbundinn rétt þjóðkjörins forseta til að knýja þær fram? Setji stofnanir (eins og Mannréttindaskrifstofu Íslands) út af sakramentinu ef harkaleg haftafrumvörp (um útlendinga og fjölmiðla) hljóta ekki blessun þeirra?

Það er víst ekki að ástæðulausu að menn óttast að hið háa Alþingi gæti sett ofan.

Aðeins meira af beru holdi!
En að öllu skensi slepptu þá er enginn að fara fram á the full monty, kannski í mesta lagi nokkur bringuhár. Frjálslegri klæðaburður gæti orðið liður í að þoka Alþingi aðeins nær þjóðinni. Þingmenn mega prísa sig sæla ef ekki þarf meira til en ögn af beru holdi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand