Aðdáendabréf UJ

Þann 19. Október fór Framkvæmdarstjórn Ungra Jafnaðarmanna í vegferð austur fyrir fjall, þar sem hún afhenti landeigendum aðdáendabréf fyrir baráttu sína gegn Landsvirkjun. Þann 19. Október heimsótti framkæmdarstjórn Ungra Jafnaðarmanna landeigendum við Þjórsá aðdéndabréf fyrir þá mikla baráttu sem þau hafa háð gegn Landsvirkjun. Bréfið var svo hljóðandi:

,, Til baráttufólksins á bökkum Þjórsár“

Þið eruð æðisleg!

Þið hafið sýnt fádæma styrk undir gífurlegum þrýstingi frá Landsvirkjun. Í mörg ár hefur verið reynt að fá ykkur, með góðu eða illu, til að gefa eftir landið ykkar svo að reisa megi þar virkjanir og því verði sökkt.

Þessu hafið þið hafnað og sitjið undir hótunum um eignarnám og það án þess að neina nauðsyn beri til

Í skugga þessara hótana reynir Landsvirkjun enn að kúga ykkur til samninga.

Við dáumst að ykkur fyrir að hafa ekki gefið eftir og sérstaklega að þeim sem hafa sýnt þann kjark að slíta viðræðum, þrátt fyrir það ofbeldi sem Landsvirkjun sýnir.

Við treystum  því að iðnaðarráðherra hafi sömu skoðun og við. Honum væri virðingarauki að því að taka af tvímæli um hvort eignarnámi verður beitt á Þjórsárbökkum.

Hið opinbera fyrirtæki Landsvirkjun er bara verkfæri ríkisstjórnarinnar en hún hefur ákvörðunarvaldið.

Megið þið búa stolt áfram á landinu ykkar við Þjórsá. Þið eigið alla okkar aðdáun.

Ástarkveðja,

Ungir jafnaðarmenn“


Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand