Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn nk. föstudag, 27. apríl, í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Hamraborg 20a. Sérstakir gestir aðalfundarins verða Guðríður Árnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi og Katrín Júlíusdóttir alþingiskona. Að fundi loknum verður haldið gleðigeim mikið undir styrkri stórn dúettsins Suðsuðvestur en hann skipa Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn nk. föstudag, 27. apríl, kl. 20 í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Hamraborg 20a. Sérstakir gestir aðalfundarins verða Guðríður Árnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi og Katrín Júlíusdóttir alþingiskona. Fundarstjóri verður Jens Sigurðsson fráfarandi formaður UJK. Búast má við skemmtilegum erindum og líflegum umræðum. Allir sem áhuga hafa á stjórnmálaumræðu og vilja kynna sér starf UJK eru hvattir til að mæta.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- Afhending fundargagna
- Setning aðalfundar
- Ræða fundargesta
- Kosning starfsmanna aðalfundar: forseta, fundarritara
- Framlagning ársskýrslu
- Framlagning ársreikninga
- Lagabreytingar
- Kosning í embætti
- Afgreiðsla ályktana og almennar stjórnmálaumræður
- Önnur mál
- Fundarslit
Að fundi loknum verður haldið gleðigeim mikið undir styrkri stórn dúettsins Suðsuðvestur en hann skipa Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Allir velkomnir – sérstaklega ungt fólk í Kraganum!
Boðið verður uppá léttar veitingar.