Aðalfundur UJK og partei

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn nk. föstudag, 27. apríl, í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Hamraborg 20a. Sérstakir gestir aðalfundarins verða Guðríður Árnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi og Katrín Júlíusdóttir alþingiskona. Að fundi loknum verður haldið gleðigeim mikið undir styrkri stórn dúettsins Suðsuðvestur en hann skipa Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn nk. föstudag, 27. apríl, kl. 20 í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Hamraborg 20a. Sérstakir gestir aðalfundarins verða Guðríður Árnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi og Katrín Júlíusdóttir alþingiskona. Fundarstjóri verður Jens Sigurðsson fráfarandi formaður UJK. Búast má við skemmtilegum erindum og líflegum umræðum. Allir sem áhuga hafa á stjórnmálaumræðu og vilja kynna sér starf UJK eru hvattir til að mæta.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Afhending fundargagna
  2. Setning aðalfundar
  3. Ræða fundargesta
  4. Kosning starfsmanna aðalfundar: forseta, fundarritara
  5. Framlagning ársskýrslu
  6. Framlagning ársreikninga
  7. Lagabreytingar
  8. Kosning í embætti
  9. Afgreiðsla ályktana og almennar stjórnmálaumræður
  10. Önnur mál
  11. Fundarslit

Að fundi loknum verður haldið gleðigeim mikið undir styrkri stórn dúettsins Suðsuðvestur en hann skipa Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Allir velkomnir – sérstaklega ungt fólk í Kraganum!

Boðið verður uppá léttar veitingar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið