Sjálfstæðismenn klofnir vegna Davíðs

falkinn1PISTILL Við lestur AMX, Andríki og Deiglunnar sést að þessi vefrit Sjálfstæðisflokksins eru nú klofin yfir því hvort að Davíð Oddsson eigi að víkja úr Seðlabankanum eður ei. Öll vefritin færa rök fyrir því hvort hann eigi að víkja og hér fyrir neðan eru góð dæmi um þetta.

falkinn1PISTILL Við lestur AMX, Andríki og Deiglunnar sést að þessi vefrit Sjálfstæðisflokksins eru nú klofin yfir því hvort að Davíð Oddsson eigi að víkja úr Seðlabankanum eður ei. Öll vefritin færa rök fyrir því hvort hann eigi að víkja og hér fyrir neðan eru góð dæmi um þetta.Deiglan birtir grein frá Jóni Steinssyni þar sem hann talar um að taka þurfi til í yfirstjórn Seðlabankans, þar sem við erum orðin að skotspóni beittra penna úti í heimi og það sýni algjört vantraust á bankann.
„Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu Seðlabankastjóra er gott dæmi. Aðgerðir hans og ummæli á síðustu vikum og mánuðum hafa gert að verkum að fjöldi erlendra stórblaða hefur birt greinar sem hæðast að honum og í leiðinni að íslensku þjóðinni.“
Birtist á Deiglunni þann 13. nóv. ’08

Ritstjórnargrein var áður birt á Deiglunni til þess að sýna stuðning við Jón Steinsson og gagnrýni hans á Seðlabankann.

„Gagnrýni Jóns er þess eðlis að óhjákvæmilegt er að stjórnendur Seðlabankans taki hana til sín og að ríkissjórnin styðji við Seðlabankann með þeim hætti að hann sé fær um bæta ráð sitt í þessum efnum.“
Birtist á Deiglunni 26. ágú. ’08

Frá Andríki heyrist aftur á móti að orsök þess að Davíð eigi að víkja sé að gamlir pólitískir andstæðingar finni honum allt til foráttu.

„Ef að Davíð Oddsson hefði ekki orðið seðlabankastjóri heldur veðurstofustjóri, þá hefði skýring álitsgjafa og fréttamanna á bankahruninu orðið sú, að erlendir fjárfestar hefðu verið á leiðinni hingað með lánsfé – en hætt við af því að spáin hefði verið svo slæm.“
Birtist á Andríki þann 4. feb ’09

AMX er að sjálfsögðu tilbúið að verja Davíð, og gerir það í fuglahvíslinu:

„Þannig er það refsivert í huga forsætisráðherra að embættismaður [Davíð Oddsson] skuli búa yfir sérþekkingu á efnahagsmálum þjóðarinnar. Honum er því hent út um gluggann.“
Birtist á AMX þann 6. feb. ’09

Við lestur á milli línanna má greinilega sjá að Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á límingunum og jaðrar við klofning. Ef Davíð er farinn að kljúfa flokkinn með setu sinni í Seðlabankanum, hvernig verður hann þá eftir, eða á, landsfundinum þar sem menn ræða ESB?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand