Að vera trúr sannfæringu sinni

Þórólfur Árnason borgarstjóri er í tölvuverðum vanda. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar varðandi ólöglegt verðsamráð olíufélaganna virðist Þórólfur hafa verið með í ráðum. Haft er eftir Þórólfi í skýrslunni ýmislegt sem ótvírætt bendir til þess að hann hafi bæði vitað af samráðinu og haft frumkvæði að því. Vegna þess að Þórólfur starfar í almannaþágu, sem borgarstjóri, verður hann neita sök og bíða þá eftir úrskurði eða íhuga alvarlega að láta af starfi sínu. Þórólfur Árnason borgarstjóri er í tölvuverðum vanda. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar varðandi ólöglegt verðsamráð olíufélaganna virðist Þórólfur hafa verið með í ráðum. Haft er eftir Þórólfi í skýrslunni ýmislegt sem ótvírætt bendir til þess að hann hafi bæði vitað af samráðinu og haft frumkvæði að því. Vegna þess að Þórólfur starfar í almannaþágu, sem borgarstjóri, verður hann neita sök og bíða þá eftir úrskurði eða íhuga alvarlega að láta af starfi sínu.

Þórólfur veit sjálfur hvað er satt og hvað ekki. Í viðtali við Stöð 2 í fyrradag vildi hann hvorki neita né staðfesta neitt af því sem haft var eftir honum í frumskýrslunni. Ef hann hefði hins vegar neitað því að hafa gert nokkuð rangt þá hefði hann vissulega fengið að njóta vafans þar til endanlegur úrskurður er kveðinn upp. Einmitt vegna þess að hann neitaði að svara spurningum fréttamannsins verður maður að álykta að að efni frumskýrslunar sé rétt . Sé frumskýrslan rétt þá er ljóst að hann á ekki að sinna starfi borgarstjóra. Það á ekki að verðlauna menn með borgarstjórastöðu sem hafa unnið gegn hagsmunum almennings og frjáls markaðar.

En Þórólfur er ekki einn um að skulda svör. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar verða einnig að svara þeirra spurningu hvort þeir sætti sig við að Þórólfur starfi í umboði þeirra án þess að svara því opinberlega hvort hann hafi tekið þátt í samsæri gegn almenningi. Ef þeir sætta sig við það þá eru þeir annað hvort huglausir eða skortir sannfæringu orða sinna.

Samfylkingin má ekki láta það gerast að prédika eitt og gera annað. Væri dæminu snúið við og Þórólfur væri borgarstjóri sjálfstæðismanna er það alveg klárt Samfylkingin myndi ekki hika við að krefjast afsagnar hans nema hann neitaði sök. Auðvitað myndu sjálfstæðismenn þá þegja málið í hel öfugt við það sem þeir gera núna en það skiptir engu máli. Hegðun annara réttlætir ekki eigin hegðun og að sama skapi á Samfylkingin að vera samkvæm sjálfri sér og taka á þessu af festu og krefja Þórólf svara.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið