Opið bréf til Bjössa Bje

Lofaður vertu BjörnÞín vegna get ég farið að sofa rólegur í kvöld því ég veit þú munt vaka yfir mér eins og öðrum Íslendingum. Án þín væru allir glæpamenn, málaliðar og mislyndismenn heimsins búnir að koma hingað og leggja undir sig fiskimiðin, heita vatnið, rafmagnið, sauðkindina, íslenska hundinn og hestinn, hreina loftið, víðernin, Bláa lónið, Gullfoss og Geysi. Án þín væru hér á ferð stigamenn sem rændu saklausum þýskum ferðamönnum og krefðust lausnargjalds. Ef þín nyti ekki við væru arabískir hryðjuverkamenn búnir að ræna fokkervélum Flugfélagsins og fljúga þeim á Hús Verslunarinnar og Hallgrímskirkju. En þú varst forsjáll, þú varst sá eini sem vissir hvað þyrfti að gera til að tryggja öryggi okkar eftir að hinir ótraustu Bandaríkjamenn voru farnir. Þú sagðir okkur að við yrðum að verja okkur sjálf. Við yrðum að gera okkur þannig gild á alþjóðavettvangi, annað yrði ekki tekið í mál. Án þín yrði okkur voði búinn og vísast bráður bani. Ó, hvað hefðum við gert án þín. Þú átt skilið æðstu orður íslenska ríkisins. Lofaður vertu Björn

Þín vegna get ég farið að sofa rólegur í kvöld því ég veit þú munt vaka yfir mér eins og öðrum Íslendingum. Án þín væru allir glæpamenn, málaliðar og mislyndismenn heimsins búnir að koma hingað og leggja undir sig fiskimiðin, heita vatnið, rafmagnið, sauðkindina, íslenska hundinn og hestinn, hreina loftið, víðernin, Bláa lónið, Gullfoss og Geysi. Án þín væru hér á ferð stigamenn sem rændu saklausum þýskum ferðamönnum og krefðust lausnargjalds. Ef þín nyti ekki við væru arabískir hryðjuverkamenn búnir að ræna fokkervélum Flugfélagsins og fljúga þeim á Hús Verslunarinnar og Hallgrímskirkju. En þú varst forsjáll, þú varst sá eini sem vissir hvað þyrfti að gera til að tryggja öryggi okkar eftir að hinir ótraustu Bandaríkjamenn voru farnir. Þú sagðir okkur að við yrðum að verja okkur sjálf. Við yrðum að gera okkur þannig gild á alþjóðavettvangi, annað yrði ekki tekið í mál. Án þín yrði okkur voði búinn og vísast bráður bani. Ó, hvað hefðum við gert án þín. Þú átt skilið æðstu orður íslenska ríkisins.

En í alvöru Björn

Þú verður að fyrirgefa en ég er ekki alveg að skilja þig, ertu í alvöru að leggja til að þjóð sem aldrei hefur haft stjórnarher fari að senda 36% karlmanna á aldrinum 18 til 45 ára í herþjálfun? Ertu í virkilega að halda því fram að militía geti komið upp virkum vörnum í tíma þegar vondi kallinn kemur? Segðu mér hefur þú látið meta áætlaðan viðbragðstíma þessarar varnarsveitar og hefur látið meta hvað tæki langan tíma að flytja hingað hraðsveitir frá Evrópu eða Bandaríkjunum til samanburðar? Hefur þú hugmynd um það hvernig lítil militía á að geta stöðvað Osama og félaga þegar besti og flottasti her í heimi sat bara á gati ásamt öllum sínum leyniþjónustum og boraði í nefið meðan Osama sendi 20 menn til að veita „heiðingjunum” ráðningu sem tekið yrði eftir. Ég meina þú hlýtur að hafa tekið eftir að menn eru hættir að berjast eins og gert var fram á tuttugustu öldina þar sem mönnum voru send að lá við formleg boðskort. Ég er að segja að Bush fékk ekki svona kveðju frá Osama: „Hæ Goggi, kem á þriðjudaginn kemur klukkan korter yfir átta og geri svoldið ljótt, kveðja Osama. p.s. ekki fljúga innanlands á þriðjudag, tíhíhí…”

Hvar hefurðu Björn fundið fé í ríkiskassanum til að fjármagna svona ævintýri? Ertu kannski að gefa í skyn að ríkið hafi síðustu 15 ár átt nægilegt handbært fé til þess að stuðla að öruggara samfélagi en bara ekki tímt því? Eru til nægir aurar til að fjármagna lögreglu sem er starfi sínu vaxin? Er sparnaðurinn í heilbrigðiskerfinu óþarfi? Hefur Geir nóg af bling bling til að reka varðskipin og kannski kaupa aðra Púmu?

Er ekki nær að ríkið sjái sóma sinn í því að stuðla að öflugri björgunarliðum áður en kemur að því stofna hér militíu sem hefði ekki annan tilgang en að þvælast fyrir sumarleyfisskipulagi okkar Íslendinga. Ef það eru til peningar til að stofna militíu þá vil ég að við verjum þeim frekar til að launa þeim einstaklingum sem hingað til hafa kauplaust lagt líf sitt að veði til að bjarga meðbræðrum sínum úr háska. Eða ertu bara segja að við eigum bara að þenja út ríkisbáknið og slá bara lán fyrir veislunni þinni. Ég segi þinni því ég verð að efast um tilgang þinn í þessum efnum. Ef þú vilt sjá marga einkennisklædda menn ganga í takt eftir Lækjargötu á tyllidögum, þá gætir þú eins fjölgað í lögreglunni þannig að hún væri jafnframt í stakk búin að sinna lögbundnum skyldum sínum. Eða kannski fjölgað áhöfnum Landhelgisgæslunnar þannig að við getum haldið úti fleiri varðskipum en venjulega. Er það eðlilegt að hafa eitt varðskip á vakt á 800.000 ferkílómetra hafsvæði? Er það nema vona að erlendir skipstjórar séu flissandi á landhelgislínunni?

Björn ég mun taka ofan fyrir þér þegar þú getur með óhrekjanlegum hætti bent okkur á hættur sem steðja að okkur utan úr heimi. En á meðan og líka þangað til að við höfum skilgreint vilja þjóðarinnar verða þú og þinn flokkur eins og nátttröll í ársólinni, það eru nýir tímar, Osama er ekki á eftir þér og við ekki á eftir honum. Við erum ekki í hættu, eina ógnin sem steðjar að okkur stafar af þér og hinum frjálshyggjugreifunum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand