Ég fagna nýfengnu frelsi og fjölbreyttara og fjölþjóðlegra samfélagi. Hefjumst handa við að gefa þessu nýja samfélagsmynstri merkingu og tilgang. Förum að gefa af sjálfum okkur og okkar. Byrjum nú um jólin. Það er nóg af líknarfélögum og hjálparstofnunum sem þurfa á þinni hjálp að halda. Bæði sjálfboðavinnu og fjárframlögum. Nú, þegar andi jólanna svífur yfir vötnum og áramót eru á næsta leiti, er sennilega fátt meir við hæfi en að leita leiða til að bæta sjálfan sig. Ein þeirra gæti verið sú að horfast í augu við eigin breyskleika. Það er löngu vitað að menn geta hlaupið á sig í orðum eða athöfnum – jafnvel þótt hvatirnar séu góðar og markmiðin göfug.
Öllum getur verið hollt að viðurkenna eigin yfirsjónir, biðjast fyrirgefningar og bæta ráð sitt. Er undirritaður þar síst undanskilinn.