Að loknum kosningum

„Fyllsta ástæða er til að óska okkur öllum til hamingju með niðurstöðu kosninganna. Þetta er sögulegur sigur, þótt ekki næðist að fella ríkisstjórnina. Draumurinn um stóran jafnaðarmannaflokk hefur ræst # flokk sem hefur svipaðan styrkleika og jafnaðarmannaflokkarnir á hinum Norðurlöndum, en aðeins jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð er nú stærri en Samfylkingin.“Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í grein um nýafstaðnar Alþingiskosningar. Fyllsta ástæða er til að óska okkur öllum til hamingju með niðurstöðu kosninganna. Þetta er sögulegur sigur, þótt ekki næðist að fella ríkisstjórnina. Draumurinn um stóran jafnaðarmannaflokk hefur ræst # flokk sem hefur svipaðan styrkleika og jafnaðarmannaflokkarnir á hinum Norðurlöndum, en aðeins jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð er nú stærri en Samfylkingin.

Hlutur kvenna er einnig stærstur í þingflokki jafnaðarmanna þar sem 9 af þeim 19 konum sem verða á Alþingi á næsta kjörtímabili koma úr röðum Samfylkingarinnar. Staða ungs fólks í röðum Samfylkingarinnar er líka afar sterk. Formaður okkar hefur frá stofnun flokksins lagt grunn að þessum mikla sigri, ásamt sterkri og samhentri liðsheild # að ógleymdri sterkri innkomu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur inn í okkar raðir í þessari kosningabaráttu.

Fólkið okkar í kosningamiðstöðinni í Reykjavík á ekki síst hrós skilið fyrir þann árangur sem náðist. Skipuleg og markviss vinna undir forystu Ingvars Sverrissonar, kosningastjóra fyrir Reykjavíkurkjördæmin, er ógleymanleg. Mér er ofarlega í huga þakklæti fyrir elju og dugnað okkar fólks í Reykjavík sem svo sannarlega átti mikinn þátt í okkar glæsilega sigri.

Ég vil líka þakka meðframbjóðendum mínum fyrir samhent og örugg vinnubrögð í þessari kosningabaráttu # ekki síst í því kjördæmi sem ég veitti forystu, Reykjavík suður. Þar unnum við mjög góðan sigur, eins og víða annarsstaðar. Fylgið er 33.6% og er það næst mesta fylgi Samfylkingarinnar í kjördæmunum, sex fyrir utan Reykjavíkurkjördæmi norður.

Verkefni okkar framundan er að halda utan um þetta mikla fylgi og byggja flokkinn enn frekar upp sem framfarasinnaðan umbótaflokk sem hefur jöfnuð, réttlæti og sanngirni að leiðarljósi. Þannig getum við fest okkur í sessi sem stór og burðugur jafnðarmannaflokkur, sem hefur í fullu tré við Sjálfstæðisflokkinn á nýrri öld. Við getum glaðst – sigurinn var okkar – til hamingju!

Greinin birtist áður á vef Samfylkingarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand