Að horfa fram á veginn

,,Ein ástæða fyrir þessum slysum er að fólk er ekki að aka eftir aðstæðum, önnur ástæðan er of hraður akstur, og þriðja ástæðan er að við hugsum jafnvel lítið um umferðaöryggi. Við getum talið upp óteljandi ástæður, og við getum ávallt rifist og rökrætt um ástæður slysa, en það að sjálfsögðu færir okkur ekki fórnarlömbin aftur til lífs.” Segir Sölmundur Karl Pálsson í grein dagsins.

Það er alltaf jafn sorglegt þegar ég heyri að einhver einstaklingur hafi látist í umferðaslysi. Sérstaklega fæ ég sting í hjartað þegar ég heyri að barn hafi látist í slysi, og ég spyr mig ávallt, af hverju látast svona margir í umferðaslysum? Ég spyr ávallt hvort vegirnir séu ekki nógu góðir, eða jafnvel að Íslendingar séu ófyrirlitnir ökumenn sem bera ekki virðingu fyrir neinu. Erfitt er að segja til um ástæðuna fyrir þessum mörgum slysum.


Ein ástæða fyrir þessum slysum er að fólk er ekki að aka eftir aðstæðum, önnur ástæðan er of hraður akstur, og þriðja ástæðan er að við hugsum jafnvel lítið um umferðaöryggi. Við getum talið upp óteljandi ástæður, og við getum ávallt rifist og rökrætt um ástæður slysa, en það að sjálfsögðu færir okkur ekki fórnarlömbin aftur til lífs.


Til þess að forðast öll þessi slys, þurfum við að gera fyrirbyggjandi áætlanir til að fækka slysum. Margir telja að innsigla bíla sé lausnin, því þá geta ökumenn ekki keyrt of hratt. Einnig vilja margir að ríkið bæti vegina, og þar helst fer fyrir umræðunni um breikkun Reykjanesbrautar. Ég eins og margir telja að of hraður akstur sé ástæða flestra umferðaslysa, þó auðvitað séu til undantekningar. Ég spyr þá, er öruggt að slysum muni fækka ef innsigli verði sett í alla jeppa eða kraftmikla bíla? Eða mun breikkun Reykjanesbrautar fækka slysum enn meir? Hins vegar get ég ekki sagt að þetta séu ekki töfralausnir, en mér persónulega finnst menn ekki hafa rætt einn möguleika nógu vel, en sá möguleiki er að auka eftirlit.


Auðvitað get ég ekki lofað að aukið eftirlit sé töfralausnin, en skynsemin mín segir mér að aukið eftirlit muni minnka slysum, og þann ofsaakstur sem virðist einkenna íslenska ökumenn. Þegar menn aka t.d. frá Akureyri til Reykjavíkur keyra menn oftar en ekki á 110 – 125 km/klst. En ég gæti trúað því að það er einn kafli á leiðinni sem menn þora ekki að aka á yfir 100 km/klst, en það er einmitt í Húnavatnssýslunni. Þegar menn koma inn í Húnavatnssýsluna stíga menn alltaf á bremsunna og líta oft og títt á hraðamælirinn. Lögreglan á Blönduósi, á mikið og gott hrós skilið, því þeir eru orðnir frægir um landið allt, fyrir hversu duglegir þeir eru að taka og sekta þá ökumenn sem brjóta lögin. Þetta aukna og góða eftirlit hefur skilað sér í minni hraðakstri á þessum vegakafla þjóðvegsins, og eins og fyrr segir þora menn ekki að fara yfir 100 km/klst. Þó svo að lögreglan sé ekki sjáanleg, þá þora menn einfaldlega ekki að stíga fastar á bensínið. Að sjálfsögðu kostar það mikið að auka eftirlitið, en ég gæti trúað því að lögreglan á Blönduósi skilaði hagnaði á öllum þeim ökumönnum sem þeir ná og sekta.


Ég vildi óska að ég gæti komið fram með töfralausnina, en því miður fyrir mig, sem og alla aðra landsmenn er ég ekki með töfralausnina. Hins vegar hef ég mikla trú á að aukið eftirlit muni skili sér bæði í fækkun slysa og hraðakstrar. Auðvitað mun aukið eftirlit kosta gríðarlega fjármuni, en þessir fjármunir mundu skila sér, og rétt eins og Margrét Krístin orðaði það í sínum pistli ,,þá í allri peningahyggjunni má manneskjan ekki gleymast ”. Við getum auðvitað alltaf reiknað allskonar kostnað, en það kemur ekkert fyrir það að bjarga mannslífi.


Jú. Það getur verið gott að breikka Reykjanesbrautinna, en það gæti jafnvel verið betra að auka fjármagn til löggæslu, til aukins eftirlits. En það er víst í höndum Alþingis og ríkisstjórnar að ákveða hvað gera skal. Einnig tel ég að við verðum að auka fjármagn til fræðslu á umferðaöryggi. En ekki get ég sagt að ég sé bjartsýnn á að ríkisstjórnin muni auka fjárframlög til löggæslu til eflingar eftirlits, því, jú, stjórnmálamenn hugsa sjaldnast langt til framtíðar.


Greinin birtist í dag á vefriti Un gra jafnaðarmanna á Akureyri –
UJA.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand