Saddam Hussein

,,Þó ég efi það stórlega að ástandið í Írak eigi eftir að batna mikið í bráð þá vona ég það Írösku þjóðinni til heilla að hún muni bera meiri gæfu í framtíðinni til þeirra manna sem koma munu til með að stjórna landinu en áður hefur verið.” Segir Teitur Helgason í grein dagsins sem fjallar um Saddam Hussein og ástandið í Írak.
Aðfaranótt laugardags var Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, tekinn af lífi fyrir glæpi gegn mannkyni. Vegna ólöglegs stuðnings Íslenskra stjórnvalda við stríðið í Írak og vandræðagangs innrásarhersins, hefur Saddam Hussein nánast öðlast samúð margra íslendinga. Það ætti samt ekki nokkrum manni að dyljast að hér var um að ræða einn hættulegasta og ósvífnasta einræðisherra tuttugustu aldarinnar. Þrátt fyrir að ég sé á móti dauðarefsingum á ég erfitt með að ásælast Írösku þjóðinni fyrir að vilja losna sem fyrst við þennan mann sem valdið hefur svo miklum sársauka og lagt í rúst land sem einusinni var á barmi þess að verða fyrirmynd alls þess sem við viljum í dag sjá í mið-austurlöndum.

Aftakan hefði að mínu mati átt að marka einhverskonar tímamót en í staðin get ég ekki annað en spurt sjálfan mig, hvað nú? Ég tilheyri þeim fámenna hópi ungra jafnaðarmanna á Íslandi sem ekki var andvígur stríðinu frá fyrsta degi. Ef rétt hefði verið að Saddam og félagar væru að framleiða gjöreyðingarvopn þá finnst mér að öll ástæða hafi verið til að gera innrás í landið því að sagan hefur sýnt að Saddam Hussein er til alls líklegur og er nógu veruleikafirrtur til þess að ekkert annað en vopnavald dugar. Afleiddur ágóði stríðsins hefði þá líka verið að fæla aðra álíka veruleikafirrta einræðisherra frá því að reyna að þróa sín eigin gjöreyðingarvopn. Þetta hefði jafnvel getað haft þau áhrif að Kim Jong-il, einræðisherra Norður-Kóreu, hefði hugsað sig tvisvar um áður en hann hóf sínar kjarnorkutilraunir á seinasta ári. Núna er í staðin komin upp sú staða að allir einræðisherrar í heiminum vita að Bandaríkjamenn munu ekki þora að fara í stríð á næstunni og því leyfist þeim nánast hvað sem er.

Þessi rök reyndust hinsvegar uppspuni hjá Bandaríkjamönnum og því er allur þessi sirkus ekki til neins. Að koma á lýðræði í landi er ekki nógu góð ástæða, að mínu mati, til að hætta lífum hundruða þúsunda manna eins og nú hefur orðið raunin Írak.

Þó ég efi það stórlega að ástandið í Írak eigi eftir að batna mikið í bráð þá vona ég það Írösku þjóðinni til heilla að hún muni bera meiri gæfu í framtíðinni til þeirra manna sem koma munu til með að stjórna landinu en áður hefur verið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand