Stokkseyrarsinfónía í G-dúr

Veigamestu „rökin“ voru þó að flokkurinn myndi ekki vera nógu vinstri sinnaður. Það er skondið því það var ekki búið að stofna flokkinn þá og vinna við stefnuna í veigamiklum málaflokkum var enn í gangi, t.d. utanríkismál. Það er þó gott að ekki var endalaust tekið tillit til kverúlantanna, Hjörleifs og Steingríms. Það er gott að þeir fóru sína eigin leið. Ég hefði ekki viljað Samfylkingunni það hlutskipti að vera í hugsjónalegri gíslingu eins eða tveggja manna. Ég er miklu spenntari og stoltur yfir þeirri leið sem við fórum. Segir Jens Sigurðsson í grein dagsins sem fjallar um ævisögu Margrétar Frímannsdóttur og hlut hennar í stofnun Samfylkingarinnar sem og um kverúlantanna er stóðu að stofnun VG. Ég fékk ævisögu Möggu Frímanns í jólagjöf og hámaði hana í mig af meiri áfergju en hangikjötið og kláraði hana á nokkrum tímum. Það var áhugavert að lesa pólitíska þroskasögu og píslagöngu þessarar konu sem ég hef unnið með og ber mikla virðingu fyrir. Hún er vafalaust einn beinskeyttasti og heiðarlegasti stjórnmálamaður sem við vinstrimenn höfum átt. Hún á líka stóran stað í hjarta alls Samfylkingarfólks fyrir þær fórnir og vinnu sem hún lagði á sig að stofna flokkinn okkar. Össur kallar hana ljósmóðir Samfylkingarinnar, er það ekki nokkuð nærri lagi?

Fyrir fólk eins og mig sem hefur einungis starfað í einum flokki og þekkir ekki af eigin raun flokkskúltúr gömlu A-flokkanna var líka fróðlegt að lesa upplifun Möggu af gömlu Alþýðubandalagshetjunum: Ólafi Ragnari, Svavari Gests, Hjörleifi og erfðaprinsinum Steingrími Joð.

Enginn þeirra fær góð eftirmæli, Hjörleif og Steingrími er beinlínis úthúðað. Magga talar um þá sem gamaldags sósíalista sem í þá daga voru með lítinn sans fyrir náttúruvernd og grænni-pólitík.

Hjörleifur var mikill virkjannasinni hér á árum áður. Mig minnir (þetta kemur ekki fram í bókinni) að hann hafi gefið út starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík þegar hann var iðnaðarráðherra á sínum tíma og barðist lengi vel fyrir stóriðju á Austurlandi.

Steingrímur hafði líka lítinn áhuga umhverfispólitík og Mógilsármálið sýndi það í hnotskurn. Hann beitti sér líka gegn umhverfisráðuneytinu og eflingu þess þegar hann var landbúnaðarráðherra, taldi sjálfsagt vera að rýra ráðuneyti sitt.

Þau „rök“ sem Hjörleifur og kó notuðu gegn sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna voru ansi hjákátleg. Hjörleifur sagði m.a. að hann myndi aldrei starfa í flokki með krötum -slík var víðsýni hans. Veigamestu „rökin“ voru þó að flokkurinn myndi ekki vera nógu vinstri sinnaður. Það er skondið því það var ekki búið að stofna flokkinn þá og vinna við stefnuna í veigamiklum málaflokkum var enn í gangi, t.d. utanríkismál.

Það er þó gott að ekki var endalaust tekið tillit til kverúlantanna, Hjörleifs og Steingríms. Það er gott að þeir fóru sína eigin leið. Ég hefði ekki viljað Samfylkingunni það hlutskipti að vera í hugsjónalegri gíslingu eins eða tveggja manna. Ég er miklu spenntari og stoltur yfir þeirri leið sem við fórum, að stofna til breiðra samráðshópa í hverjum málaflokk, byggja á vinnu flokksmanna, fagaðila og þingmanna í sameiningu og fá þar fram í stefnu okkar lýðræðislegan vilja flokksmanna.

Ég held að það verði alltaf rúm fyrir flokk vinstra megin við Samfylkinguna. Mig sárnar þó að þeir leiðtogar sem stóðu að stofnun VG hafi viðhaldið „kratahatrinu“ úr þessum armi Alþýðubandalagsins. Það voru menn eins og Hjörleifur og Steingrímur sem finna krötum allt til foráttu. Þetta hafa þeir síðan alið upp í flokkskúltúr nýja flokksins. Ég finn að VG-liðar bera oft á tíðum einhvern óskiljanlegan kala til okkar í Samfylkingunni -sérstaklega er þetta áberandi í ungliðapólitíkinni. Ungliðarnir eru væntanlega að apa eftir fyrirmyndunum?

Ef við skoðum hvar gömlu A-flokkarnir voru saman í meirihluta í sveitarstjórnum í gamla daga, það stendur mér auðvitað næst að taka dæmi úr mínu eigin sveitarfélagi, hér í Kópavogi unnu flokkarnir gríðarvel fyrir bæinn í áratugi, nánast sem einn flokkur. Slíkar hliðstæður má finna víðar. Hugmyndafræðilega ættu þessir flokkar að geta unnið farsællega fyrir land og þjóð.

Hvar steytir?

Jú það má finna einhver nokkur dæmi, sérstaklega í utanríkismálum. En ef við skoðum sögu gamla Alþýðubandalagsins og framgang þeirra í ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, þá stóðu þeir nú aldrei við stóru orðin. Ísland var áfram í NATÓ, herinn kyrr, þar til hann ákvað sjálfviljugur að fara. Alþýðubandalagið hafði aldrei mótandi áhrif á utanríkisstefnuna, hugsanlega vegna þess að þeir töldu sig of heilaga til að taka þátt í þingmannasamstarfi Atlantshafsþjóða? Því heyrðist aldrei rödd þeirra á þeim vettvangi sem skipti máli. Það dugar lítt að berjast bara á Reykjanesbrautinni.

Af hverju er Samfylkingin þá treg til að fara í kosningabandalag með Steingrími? Ég held að hver sá sem lesi bókina hennar Möggu átti sig vel á því. Magga hefur vigtað mjög þungt í okkar pólitísku ákvörðunum, frá stofnun flokksins hefur hún ávalt gegnt einu þriggja lykilembætta í flokknum: formaður (talsmaður?), varaformaður eða þingflokksformaður. Samskipti Möggu og Steingríms eru ekki beinlínis þess eðlis að maður myndi ætla að þau færu blint saman í kosningabandalag.

Því er maður hugsi nú hvort brotthvarf Möggu úr stjórnmálum muni breyta einhverju þar um?

Magga sagði sjálf að það hafi verið nauðsynlegt að Jón Baldvin og Ólafi Ragnari vikju af velli til að sameiningu gæti orðið. Þeir voru einfaldlega of sterkir leiðtogar og hefðu aldrei sætt sig við annað en topp-djobbið.

Getur verið að Magga sé komin í flokk með Jóni Baldvini Ólafi Ragnari? Að persóna hennar aftri frekari samsuðu á vinstri kantinum? Eða eru einhver allt önnur öfl að verki?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand