Almenn kurteisi úrelt

Ég man reyndar ekki þá tíð er fólk í sjónvarpssal var þérað en ég hef séð myndir af því og tek það sem óyggjandi sönnunargagn að það hafi í raun verið þvílík virðing verið borin fyrir viðmælendum sjónvarpsmanna að jafnvel þó til snarpra orðræðna hafi komið milli pólitískra andstæðinga hafi þérunin alltaf haldið og engum boðin dús í hita leiksins. Þessir dagar eru taldir og þó ég sé ekki að sækjast eftir að þessi þérun verði tekin upp þá verður mér hugsað um þá daga þegar viss virðing var borin fyrir fólki. Ákveðin virðing sem fylgdi stöðu fólks. Rétt eins og hæstvirtir alþingismenn eru ávallt hæstvirtir þó það geti nú snúist upp í kaldhæðni hjá andstæðingum þá er þetta bara regla, regla um virðingu að kalla hæstvirtan til máls. Ég man reyndar ekki þá tíð er fólk í sjónvarpssal var þérað en ég hef séð myndir af því og tek það sem óyggjandi sönnunargagn að það hafi í raun verið þvílík virðing verið borin fyrir viðmælendum sjónvarpsmanna að jafnvel þó til snarpra orðræðna hafi komið milli pólitískra andstæðinga hafi þérunin alltaf haldið og engum boðin dús í hita leiksins. Þessir dagar eru taldir og þó ég sé ekki að sækjast eftir að þessi þérun verði tekin upp þá verður mér hugsað um þá daga þegar viss virðing var borin fyrir fólki. Ákveðin virðing sem fylgdi stöðu fólks. Rétt eins og hæstvirtir alþingismenn eru ávallt hæstvirtir þó það geti nú snúist upp í kaldhæðni hjá andstæðingum þá er þetta bara regla, regla um virðingu að kalla hæstvirtan til máls.

Vigdís aldrei í Spaugstofunni
Í kjölfar blaðamannfundar forseta Íslands herra Ólafs Ragnars Grímssonar kom hann til viðtals í Kastljós Ríkissjónvarpsins. Þar sat hann fyrir svörum um hin ýmsu efni sem komið höfðu fram á fyrrnefndum fundi svo sem þau ummæli forseta að hann hyggðis svara gagrýni sem kynni að falla í hans garð og þá yfirlýsingu að honum finnst sem einhverjir væru nánast með skotleyfi á embættið. Þáttastjórnendur voru ákaflega hissa á þessum umælum og skyldu ekki að forsetinn gæti yfirleitt sagt nokkuð þegar á hann væri skotið því hann væri sameiningartákn þjóðarinnar, þar með hægt að skjóta hann í kaf. En tímarnir eru breyttir. Ég man þá tíð að óskráðar reglur sögðu til um að ekki mátti gera grín af forseta vorum. Aldrei man ég eftir Vigdísi Finnbogadóttur í áramótaskaupi (þó minni mitt sé nú reyndar ekki óbrigðult) hvað þá í Spaugstofunni, nei það var ekki við hæfi. Ég man heldur ekki eftir að hún væri skotspónn fjölmiðla fyrir þær yfirlýsingar sínar að rækta landið og vera góð við börnin. En ef hr. Ólafur Ragnar lætur ummæli um siðferðisleg mál sem þessi fjúka má bauna á hann að vild því þessar yfirlýsingar hljóta að bera keim pólitíkur. Ég er ekki að meina að það eigi ekki að gagnrýna forsetann. Gagnrýni er eins og orðið felur í sér af hinu góða og málefnaleg umræða um forsetaembættið ætti að vera öllum gagnleg. Það er því sjálfsagt að forseti taki þátt. Það er hægt að bera virðingu fyrir skoðunum annarra hvort sem þær samræmast manns eigin eður ei.

Of stórir fiskar í lítilli tjörn
Það sem vakti þó meiri athygli en þetta skilningsleysi þeirra Kristjáns og Sigmars þáttastjórnenda var ótrúlegt virðingaleysi sem einkenndi framkomu þeirra. Endurtekið tóku þeir Kastljósbræður fram í fyrir forsetanum. Ég taldi þessi skipti á síðustu 10 mínútum útsendingarinnar og voru þau 9 talsins. Hvað varð um þann grundvallar mannasið að leyfa fólki að ljúka máli sínu, sérstaklega þar sem þetta voru ekki kappræður í sjónvarpssal, ja nema þeir Kastljósbræður hafi skilið þetta þannig. Mér finnst eins og fólki sé svo upptekið af eigin ágætum og því að vera töff og kúl að gefa sjálfum forsetanum ekkert eftir. Sjónvarpsþáttastjórnendur sem eru orðnir of stórir fiskar í lítilli tjörn. Kannski er ég svona hrikalega gamaldags að rifja upp hugtak eins og almenna virðingu. Já, kannski er ég bara svona púkó.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand