Fjölmiðlar vestursins

Yokos, stærsta olíufyrirtæki Rússlands, var við það að selja um 40% af hlutum fyrirtækisins til ameríska olíufyrirtækisins TEXACO. Þessar samningaviðræður voru settar í salt þegar rússneska saksóknaraembættið handtók ríkasta mann Rússlands Yokos Boris Khodorkovsky. Ástæða handtökunnar voru skattsvik en fjölmiðlar voru ekki lengi að ákveða að Pútín væri þarna að viljandi að spilla fyrir erlendum fjárfestum og vinna að því að halda amerískum olíufyrirtækjum frá Rússlandi. Hann segir svo ekki vera en neitar því ekki að hann hafi tekið þá ákvörðun að vinna að því að rússneska þjóðin eignist náttúruauðlindir sínar aftur. Vestrænir fjölmiðlar tóku Davíð Oddson trúanlegan þegar hann neitaði að hafa sent lögregluna inn í Baug þó svo hann væri yfirlýstur andstæðingur þeirra, af hverju trúum við ekki Pútín? Rússnesku forsetakosningarnar
Rússnesku forsetakosningarnar fóru fram fyrir skemmstu og Pútín vann með yfirburðum. Hann fékk reyndar ekki 110% eins og Stalín forðum né fékk hann kosningu á við Ólaf Ragnar en engu að síður verður þetta að teljast gott á í lýðræðislegum kosningum (hann fékk til dæmis meirihluta atkvæða, sem er meira en hægt er að segja um forseta ónefnds ,,lýðræðisríkis” í vestanverðu Atlantshafi).

Pútín hefur mátt þola mikla orrahríð í vestrænum fjölmiðlum vegna afskipta sinna af olíuörkunum svonefndu sem og fyrir ólýðræðislega tilburði. Þetta vakti upp með mér spurningar ekki aðeins um hann sem forseta Rússlands heldur líka hlutverk fjölmiðla í umræðunni um hann.

Pútín var afar vinsæll meðal vestrænna fjölmiðla framan af forsetatíð sinni. Hann þótti hafa stýrt Rússlandi upp úr mikilli kreppu og þar sem Evrópusambandið var að vinna að betri tengslum við Rússland þá kepptust Evrópuleiðtogar við að hylla hann og mæra.

En nú er öldin önnur. Pútín tók þá afdrifaríku ákvörðun að vinna gegn olíuörkunum svokölluðu sem sölsað höfðu undir sig olíuauð Rússlands með fulltingi Jeltsín. Við þetta gjörbreyttist umræðan um Pútín í vestrænum fjölmiðlum. Það var allt í einu farið að fjalla um hann sem einræðisherra sem væri að reyna að sölsa undir sig öll völd í landinu.

Orsökin
Yokos, stærsta olíufyrirtæki Rússlands, var við það að selja um 40% af hlutum fyrirtækisins til ameríska olíufyrirtækisins TEXACO. Þessar samningaviðræður voru settar í salt þegar rússneska saksóknaraembættið handtók ríkasta mann Rússlands Yokos Boris Khodorkovsky. Ástæða handtökunnar voru skattsvik en fjölmiðlar voru ekki lengi að ákveða að Pútín væri þarna að viljandi að spilla fyrir erlendum fjárfestum og vinna að því að halda amerískum olíufyrirtækjum frá Rússlandi. Hann segir svo ekki vera en neitar því ekki að hann hafi tekið þá ákvörðun að vinna að því að rússneska þjóðin eignist náttúruauðlindir sínar aftur. Vestrænir fjölmiðlar tóku Davíð Oddson trúanlegan þegar hann neitaði að hafa sent lögregluna inn í Baug þó svo hann væri yfirlýstur andstæðingur þeirra, af hverju trúum við ekki Pútín?

Það var semsé á þessum sama tíma sem vestrænir fjölmiðlar hófu árásir sínar á Pútín. Hvaða 10 ára barn sem er gæti greint hvað þarna gerðist. Pútín var að ógna vestrænum fjármagnseigendum. Hann neitar að láta auð þjóðarinnar í fárra hendur og heimtar að þeir sem sviku eignir út úr ríkinu greiði það sem þeim ber. Og þessum tilburðum er svarað með þeim hætti að maðurinn er útmálaður í vestrænum fjölmiðlum sem einræðisherra. Svona virkar nú lýðræðislega pressan okkar.

Þegar maður leiðir hugann að orsök þess að fjölmiðlar láta stjórnast svo af fjármagnseigendum þá verður maður að átta sig á því að fjölmiðlar eru ekki skrifaðir fyrir þá sem blöðin lesa. Það er alger misskilningur. Blöðin eru skrifuð fyrir þá sem auglýsa í þeim og hverjir eru það aðrir en fjármagnseigendur.

Þannig að valið var auðvelt fyrir fjölmiðlana – ráðumst á Pútín og höldum þeim sem borga okkur launin og hluthöfum ánægðum. Það eru augun sem líta ber fjölmiðla og gott er að hafa það í huga þegar þeir eru lesnir.

Pútín
En með þessu er ég ekki að segja að Pútín hafi hreinan skjöld. Hann hefur staðið í stríðsrekstri í Tétseníu árum saman án þess að múkk heyrðist frá alþjóðasamfélaginu og hann hefur nær algert vald yfir fjölmiðlum í Rússlandi svo engin annar á sér viðurreisnar von.

En Pútín hefur líka notað hátt olíuverð til að skera niður skuldir rússnesku þjóðarinnar frá 80% af þjóðarframleiðslu árið 1998 niður í 20 % árið 2003. Framleiðni rússnesku þjóðarinnar hefur tvöfaldast frá því hann tók embætti og á næsta ári er ráðgert að fjárlög rússneska ríkisins munu skila afgangi á næsta ári. Auk þess hefur rússneski ríkisjóðurinn nú komið upp varasjóði til að mæta erfiðleikum framtíðarinnar sem telur nú vel á sjötta milljarð dollara. Meðaltekjur einstaklings hafa meira en tvöfaldast og gera má ráð fyrir því að þessi stórbætti efnahagur Rússlands muni skila sér í auknu magni til alþýðu manna þegar fram líða stundir.

Áður en við förum að benda puttum út í heim og mála menn upp sem djöfla þá æti það reynst heilladrýgra að horfa okkur nær. Skoða okkar eigið lýðræði áður en við förum að dæma annara. Pútín hefur, rétt eins og flestir þjóðarleiðtogara, bæði sínar björtu og dökku hliðar en það sem er áhugavert að skoða í þessu sambandi er að það er ekki hvað þú ert að gera heldur fyrir hverja þú ert að vinna sem skiptir máli.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand