Niðurstöður kosninga á landsþingi Ungra jafnaðarmanna

Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna gjörir kunnugt að 441 tók þátt í kosningum á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem haldið var í Reykjavík 3.-5. október 2003. Kosningarnar fóru fram í Hressingarskálanum við Austurstræti föstudaginn 3. október. Atkvæði voru talin á skrifstofu Samfylkingarinnar við Austurstræti. Úrslitin urðu svohljóðandi: Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna gjörir kunnugt að 441 tók þátt í kosningum á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem haldið var í Reykjavík 3.-5. október 2003. Kosningarnar fóru fram í Hressingarskálanum við Austurstræti föstudaginn 3. október. Atkvæði voru talin á skrifstofu Samfylkingarinnar við Austurstræti. Úrslitin urðu svohljóðandi:

Í formannskjöri:

Andrés Jónsson, 298 atkvæði eða 67,6%
Margrét Gauja Magnúsdóttir, 139 atkvæði eða 31,5%
Auðir seðlar 3 eða 0,7%
Ógildur seðill 1 eða 0,2%

Andrés Jónsson er því réttkjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna 2003-2004.

Í kjöri til embættis alþjóðatengiliðs:

Hilmar Kristinsson, 217 atkvæði eða 49,2%
Hreinn Vídalín, 141 atkvæði eða 32,0%
Auðir seðlar 82 eða 18,6%
Ógildur seðill 1 eða 0,2%

Hilmar Kristinsson er því réttkjörinn alþjóðatengiliður Ungra jafnaðarmanna 2003-2004.

Í kjöri til fjögurra embætta meðstjórnenda:

Andrés Fjeldsted, 253 atkvæði eða 57,4%
Rósa María Óskarsdóttir, 246 atkvæði eða 55,8%
Hinrik Már Ásgeirsson, 226 atkvæði 51,2%
Guðjón Egill Guðjónsson, 198 atkvæði eða 44,9%
Jóhann Hjalti Þorsteinsson, 124 atkvæði eða 28,1%
Auðir seðlar 48 eða 10,9%
Ógildir seðlar 3 eða 0,7%

Andrés Fjeldsted, Rósa María Óskarsdóttir, Hinrik Már Ásgeirsson og Guðjón Egill Guðjónsson eru því réttkjörnir meðstjórnendur í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna 2003-2004.

Athuga ber að heimilt var að kjósa 1-4 meðstjórnendur á hverjum seðli og þess vegna er samtala hlutfallanna ekki 100%. Þeir seðlar einir voru taldir auðir þar sem ekki var merkt við neinn frambjóðanda.

Kjörstjórn hefur lokið störfum sínum og þakkar þeim sem aðstoðuðu hana við að halda kosningarnar kærlega fyrir.

Gjört í Reykjavík, 6. október 2003

Sigurjón Sveinsson, formaður kjörstjórnar
Sverrir Teitsson, varaformaður kjörstjórnar

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand