Meira af gjaldfrjálsum leikskóla í Mosfellsbæ

,,Ég get ekki séð annað en að oddviti VG í Mosfellsbæ sé orðinn einum of samdauna Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ og tali þvert um hug sér þegar hann segir að gjaldfrjáls leikskóli sé ótímabær. Nema stefna Vinstri grænna í bæjarmálum sé önnur en á landsvísu?” Segir Baldur Ingi Ólafsson formaður Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ í grein dagsins.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í Mosfellsbæ segist hafa tekið fyrsta skrefið til að gera leikskólann gjaldfrjálsan með því að gera 5 ára deildina gjaldfrjálsa, en ekki níunda tímann. Þetta þýðir að fyrstu átta tímarnir eru gjaldfrjálsir en fólk greiðir fyrir þann níunda. Þetta var gert svo fólk færi ekki að misnota leikskólann! Hvernig má það vera? Það er nefnilega þannig að sumir þurfa að vera með börnin sín í leikskóla alla níu tímana, aðrir ekki. Eflaust eru margir foreldrar sem myndu einungis vilja hafa börnin sín hálfan daginn ef vinna eða skóli leyfði það. Því er hrópandi óréttlæti að rukka fólk fyrir síðasta klukkutímann þegar foreldrar eiga ekki kost á skemmri vistun sökum vinnu og/eða skóla. Því er spurning hvort þessi forsjárhyggja komi fram á næstunni hjá meirihluta Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í formi þess að hálfur dagur verði gerður gjaldfrjáls í öllum leikskólanum svo fólk fari nú ekki að misnota hinn helminginn!


Í þriggja ára áætluninni er gert ráð fyrir töluverðum tekjuafgangi 2008-2010. Einnig gerir fjárhagsáætlun yfirstandandi
árs ráð fyrir ágætis tekjuafgangi, og er því vel tímabært að setja gjaldfrjálsan leikskóla á áætlun og setja sér langtímamarkmið til að ljúka því. Fyrsta skrefið hjá núverandi meirihluta virðist ekki fela í sér annað skref í náinni framtíð, því eins og flestir vita, þá eru kosningar árið 2010. Því er vel líklegt að meirihluti VG og Sjálfstæðisflokks setji þetta fram eftir ca. 3 ár og lofi öllu fögru í framhaldi af því. Samfylkingin setur ekki fram tóm loforð eða hendir ávísunum í fólk í von um að geta keypt atkvæði þeirra. Samfylkingin setur fram raunhæf markmið án sjónhverfinga.


Í þessu samhengi má benda á að stuttu eftir að VG felldi tillögu Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ var landsþing
VG haldið og á blaðamannafundi sem haldinn var til að kynna áherslur þeirra var m.a. sagt að þeir myndu afnema gjaldtöku, allt frá leikskólastigi.


Ég get ekki séð annað en að oddviti VG í Mosfellsbæ sé orðinn einum of samdauna Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ og
tali þvert um hug sér þegar hann segir að gjaldfrjáls leikskóli sé ótímabær. Nema stefna Vinstri grænna í bæjarmálum sé önnur en á landsvísu?


Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand