Í kvöld: Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Pólitík.is minnir á baráttusamkomuna sem hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til kvöld, 19. mars í Austurbæ kl. 20. Helgi Hjörvar og XXX Rottweilerhundar eru meðal þeirra sem koma fram. Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hófst, með formlegum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna í BNA um að friður sé að komast á í landinu, er ekkert lát á óöldinni í Írak og sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið hefur kallað yfir írösku þjóðina.

Í kvöld, 19. mars, munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð.

Dagskráin hefst kl. 20.

Ávörp flytja:
Helgi Hjörvar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Tónlistaratriði:
XXX Rottweilerhundar,
Ólöf Arnalds
& Vilhelm Anton Jónsson

Upplestur:
Bragi Ólafsson

Kynnir:
Davíð Þór Jónsson

Hinir staðföstu stríðsandstæðingar eru:

Samtök hernaðarandstæðinga
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
Þjóðarhreyfingin
Ung vinstri græn
& Ungir jafnaðarmenn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand