Þessi Mugabe

,,Mugabe beitir enda stöðugri kúgun, ofbeldi og ofríki. Nýlegar fréttir af barsmíðum og pyntingum á leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Morgan Tsvangirai, staðfesta það. En með alþjóðlegum þrýstingi tekst kannski að breyta ástandinu í Zimbabwe til batnaðar. Það skulum við að minnsta kosti vona.“ Segir Þórður Sveinsson formaður UJH í grein dagsins.
Það verður seint sagt um Robert Mugabe forseta Zimbabwe að hann sé gull af manni. Ástandið í landinu verður stöðugt verra og verði þessi maður áfram við völd á það bara eftir að versna. Um óstjórn Mugabes hefur áður verið fjallað hér á MÍR og var þá meðal annars vikið að hinum svokölluðu umbótum þegar landi hvítra bænda var endurúthlutað til fólks af afrískum uppruna. Nú er það reyndar svo að hvítir menn höfðu stolið landi af innfæddum á nýlendutímanum og að endurúthlutun á landi var því alveg réttlætanleg.

En framkvæmdin var gerspillt og í raun var landinu aðeins úthlutað til flokksgæðinga og vina og vandamanna. Það er því ekkert skrýtið að allt sé að fara til andskotans í Zimbabwe. Eina von landsins held ég hljóti að vera sú að stjórnarandstaðan nái völdum, en það gerist sennilega ekki í bráð. Mugabe beitir enda stöðugri kúgun, ofbeldi og ofríki. Nýlegar fréttir af barsmíðum og pyntingum á leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Morgan Tsvangirai, staðfesta það.

En með alþjóðlegum þrýstingi tekst kannski að breyta ástandinu í Zimbabwe til batnaðar. Það skulum við að minnsta kosti vona.

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði – Mír.is


Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið