250 hælisleitendur bíða úrlausnar

Um 250 hælisleitendur bíða nú úrlausnar sinna mála hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hingað til hefur oftast verið um unga, einstæða karlmenn að ræða en undanfarin misseri hefur færst í vöxt að hingað komi barnafjölskyldur í leit að vernd. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölmennum fundi Ungra jafnaðarmanna um flóttafólk í gærkvöldi.

Ljóst er að fjölgun hælisleitenda og móttaka kvótaflóttafólks kallar á auknar fjárveitingar og betri þjónustu. Tryggja verður að nægt framboð sé af sérfræðingum og túlkum til að veita þeim sem hingað koma viðunandi þjónustu. Við höfum fulla burði til að taka við fleira fólki en pólitískan vilja þarf til að tryggja meiri fjármuni til málaflokksins.

Síðustu ár hafa Íslendingar tekið við fáum flóttamönnum miðað við löndin í kringum okkur. Til að vera á pari við norðurlöndin þyrftu Íslendingar að taka við um 50 til 60 kvótaflóttamönnum á ári en hingað til höfum við einungis tekið við sex til átta flóttamönnum annað hvert ár. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur hafið vinnu við að sækja 25 flóttamenn hingað til lands á þessu ári og 25 til viðbótar á því næsta. Þó þetta sé mikil fjölgun miðað við fyrri ár þyrftum við að tvöfalda þessa tölu til að vera á pari við norðurlöndin.

Á fundinum var bent á að Íslendingar hafi stutt innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og loftárásir NATO-ríkjanna á Líbýu árið 2011. Við getum því ekki litið svo á að við séum að gera flóttafólkinu greiða. Það er einfaldlega siðferðisleg skylda okkar að veita því vernd.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand